Frjáls verslun - 01.08.2003, Blaðsíða 28
inn tilboð sem var hærra. Um þessa sölu hefur
raunar hvað mest verið ijallað í flölmiðlum frá deg-
inum mikla, 18. september, og hafa stór orð fallið.
Tvær lotur 18. september Skipta má atburða-
rásinni hinn 18. september í tvær lotur þótt lang-
flestir túlki málið svo að þær hangi á sömu spýt-
unni. Fyrri lotan snýst um kaup Islandsbanka á
Sjóvá-Almennum. Seinni lotan er um upp-
stokkunina á Eimskipafélaginu og Straumi á milli
bankanna tveggja - og sem botn fékkst í á löngum
kvöldfundi í Landsbankanum þennan dag.
Fyrri lotan byrjaði á því að Islansbanki og Sjóvá-
Almennar boðuðu til blaðamannafundar í húsa-
kynnum Sjóvá-Almennra. Niðurstaða: íslands-
banki hafði keypt 33% í Sjóvá-Almennum og lýsti
40 ára reynsla í hönnun,
stjórnun og eftirliti
við mannvirkjagerð
Við erum leiðandi fyrirtæki
í verkfræðiþjónustu á íslandi
HÖNNUN
Grensásvegi 1-108 Reykjavík
sími 510 4000 - fax 510 4001
Niðurstaða matador-
spilsins var í stuttu
máli þessi: Lands-
bankinn fékk Eimskipa-
félagið og þar með Brim
og hlutina í SH, Marel,
Steinhólum (Skeljungi)
og fleiri félögum.
Banldnn fórnaði á móti;
Straumi oghlutum
Eimskips í Flugleiðum,
Sjóvá-Almennum og
Islandsbanka.
því yfir að hann ætlaði að eignast allt
félagið með yfirtökutilboði á genginu 37
sem þýddi að Sjóvá-Almennar yrðu yfir-
teknar á 19,4 milljarða. A meðal seljenda
í Sjóvá-Almennum þennan dag voru
bræðurnir Benedikt og Einar Sveins-
synir sem hafa stýrt félaginu, Benedikt
sem stjórnarformaður og Einar sem for-
stjóri. Síðan hefur Islandsbanki haldið
áfram að kaupa hluti í félaginu og hafði
eignast 71,46% hinn 3. október með
þeim framvirku samningum sem náðust
að kvöldi 18. september.
Seinni lotan var þannig að herskari
manna mætti niður í Landsbanka af
hálfu Eimskipafélagsins, íslandsbanka,
Landsbanka og Samsonar að kvöldi 18. september.
Niðurstaðan af þeim næturfundi varð þessi:
a. Landsbankinn og Samson fengu Eimskipafélagið með því að Straumur
og Sjóvá-Almennar seldu Eimskip (Burðarási) hluti sína í félaginu og
fengu þar með í leiðinni Brim og hluti Burðaráss í SH, Marel og fleiri
félögum.
Þessi viðskipti má meta á 9,7 milljarða samtals.
b. Islandsbanki fékk hluti Eimskips í Flugleiðum, Sjóvá-Almennum og
Islandsbanka.
Þessi viðskipti má meta á 8,7 milljarða.
c. íslandsbanki fékk Straum með því að kaupa 37,2% hlut Landsbankans,
Samson Global og Otec Investment (Sindri Sindrason) í Straumi.
Þessi hlutur var seldur á 6,6 milljarða króna.
Eftir allar þessar sviptingar leit samkomulagið svona út: Eimskipafélagið
(Burðarás) seldi eignarhluti sína í Sjóvá-Almennum, íslandsbanka og
Flugleiðum í skiptum íýrir hlutabréf í Eimskipafélaginu og ákvað að
lækka hlutaféð í félaginu um 13,82% á hlutahafafundinum 9. október. Enn-
fremur var ákveðið að Landsbankinn yrði ráðandi hluthafi í Eimskipa-
félaginu og að Straumur og Sjóvá-Almennar hyrfu úr hópi hluthafa þess.
Sigur eða jafntefli? Það eru einu sinni þannig að fólk spyr sig að því hverjir
séu sigurvegarar þegar svona mikil átök og sviptingar verða í viðskipta-
lífinu. I hugum flestra var Björgólfur Guðmundsson sigurvegarinn mælt á
þá mælistiku að hann langaði í Eimskipafélagið og hann fékk félagið.
Honum tókst einnig að skera á eignatengslin sem kennd hafa verið
Kolkrabbann, þ.e. naflastreng Eimskipafélagsins við Sjóvár-Almennar og
Flugleiðir. Aðrir líta svo á að hvorugur sé sigurvegari heldur hafi þarna
verið samið um stórmeistarajafntefli.
Sú skoðun er þó útbreidd á meðal fólks að Kolkbrabbinn gamli sé ekki
„fýllilega allur“ heldur hafi tveir helstu angar hans einungis færst til - haft
vistaskipti; annar farið inn í Landsbankann og hinn í Islandsbanka. Þessi
skoðun stafar ekki síst af eignatengslunum á milli Islandsbanka, Sjóvár-
Almennra og Flugleiða.
28
www.honnun.is
Hann var aldrei með Straum í hendi Hvernig mátti það vera að hin ótrúlega
skriða 18. september fór af stað, ekki síst í ljósi þessi að ijölmiðlar höfðu flutt
margar fréttir um að Björgólfur væri búinn að ná undir sig Straumi og þar