Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2003, Side 167

Frjáls verslun - 01.08.2003, Side 167
FYRIRTÆKIN Á NETINU Er verslun á Netinu vonlaus? Verslun á Netinu hefur átt erfitt uppdráttar, að minnsta kosti á vissum svidum, skýrt dæmi um pað var þegar Hagkaupsversluninni hagkaup.is varlokað í sumar. Er verslun á Netinu alveg vonlaus? Það er spurning sem margir hljóta að velta fyrir sér. Við fengum fjóra stjórnendur til svara. Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Jón Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Baugs ID: Góð dreifileið Nei, alls ekki. Eg held að möguleikar netverslana fari mikið eftir því hvers konar verslun þetta er og hvort hún hafi einhverja sérstöðu. Það getur verið erfitt að versla á Netinu með vörur sem fást hvar sem er en Netið getur verið góð dreifileið ef boðið er upp á vörur sem enginn annar er með. Það gengur vel að versla með vöru sem verður auðveldari eða þægilegri á rafrænu formi, t.d. þankaþjónustu, og líka með vöru sem auðvelt er að senda á milli, t.d. farseðla og vörur sem fást ekki annars staðar. Netverslun með matvörur er dýr í fram- kvæmd og á íslandi er ekki erfitt að komast í búð fyrir þorra landsmanna.“ SO Hermann Páll Jónsson, framkvæmdastjóri Netverslana.net: Kyndir undir sölu Nei, hún virkar oft bara öðruvísi en margir halda. í augnablikinu er mesti styrkur netverslana að veita upp- lýsingar og kynda undir áhuga á vörum eða þjónustu. Jafnvel þó að netverslun skili ekki miklu í beinni sölu í gegnum Netið, þá fær hún viðskiptavininn til að skoða vöruúrvalið og sækja verslunina sjálfa heim. Netverslunin getur þannig virk- að sem vörulisti eða auglýsingabæklingur. Yiðskiptavinurinn getur gert alla sína undirbúningsvinnu á Netinu og tekið ákvörðun út frá því. Svo getur netverslun líka stækkað mark- aðssvæði verslana í allt landið. Að mínu mati má netverslun ekki kosta of mikið. Hún verður að vera hagstæð, hvort sem það er í krónutölu, þægindum eða tímasparnaði." 33 Þórður Víkingur Fríðgeirsson, verkfræðingur og stjórnunarráðgjafi: Verslun milli fyrirtælcja Nei, alls ekki. Netverslunin eykst dag frá degi, ár frá ári. Ástæðan er ein- föld og má sjá á verslun eins og Amazon.com sem hefur gengið prýði- lega í seinni tíð. En langsamlega stærsta verslunin á Netinu er ekki smá- söluverslun heldur verslun milli fyrirtækja, B2B. Nærtækt dæmi um það er rafrænt markaðstorg ríkisins sem er einn fyrsti vísirinn hér á landi að slíkri netverslun og upphaf merkilegrar þróunar. Svar mitt er því neitandi. I mörgum til- fellum er Netið framtíðarvettvangur verslunar en leysir hinsvegar engan veginn alfarið af hólmi hefðbundna verslun." B3 Sigurjón Bjarnason, framkvæmdastjóri Sláturfélags Austurlands: Aðgengilegt til innkaupa Sala á Netinu er ekki vonlaus ei: 1. Heimasíða viðkomandi þarf að bjóða upp á slíka möguleika. Eg hef reynt að gera pöntun hjá vissum aðilum með skilaboðum í gegnum heimasíðu, en engin viðbrögð fengið. 2. Viðfangið, þjónustan eða varan hentar. Þannig er marg- háttuð ferðamannaþjónusta upplögð til þess að höndla með í rafrænni verslun. 3. Kynningarstarfsemi er öflug meðfram og til stuðnings netverslun. 4. Vefurinn er aðgengilegur til innkaupa. Mikilvægast er þó að treysta ekki á netsölu sem allsherjarlausn og önnur sölumennska verður jafnframt að vera í gangi.S3 VIÐSKIPTI • TÖLVUR ■ FERÐALÖG • VÍN - WWW.HEIMUR.IS 167
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.