Frjáls verslun - 01.10.2004, Síða 18
Sigurður Einarsson. Bankinn hefur fjár-
fest í erlendum fyrirtækjum fyrir yfir 110
milljarða króna.
Bjarni Ármannsson. Kaup á tveimur
norskum bönkum fyrir næstum 40
milljarða.
Jón Asgeir Jóhannesson hefur verið mest
allra íslensku fjárfestanna í erlendum fjöl-
miðlum. Fjárfestingar erlendis upp á tæpa
85 milljarða.
Björgólfur Thor Björgólfsson. Stóð fyrir
kaupum á 65% hlut í búlgarska símanum
BTC á 24 milljarða og 90% hlut í Ceske
Radiokomunikace (Cra) á 33 milljarða.
Ólafur Olafsson. Kaup SIF á Labeyrie
Group í Frakklandi hljóðuðu upp 29
milljarða.
Bræðurnir í Bakkavör, Agúst og Lýður
Guðmundssynir, hafa fjárfest fyrir 27
milljarða í Bretlandi.
íslenskir víkingar í stafni
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, er eins og
fyrri daginn sá sem fengið hefur mesta umijöllun Jjölmiðla á
Norðurlöndum og Englandi að undanfömu. Hann stefnir í að
verða þjóðsagnarpersóna í Danmörku eftir þá umfjöllun sem
kaupin á Magasin du Nord hafa fengið að undanfömu. Sjón-
varpsstöðvar sem dagblöð elta hann á röndum.
Aðrir ijárfestar hafa einnig fengið dágóða umfjöllun, eins
og Björgólfur Thor Björgólfsson, stjómarfonnaður Actavis og
Burðaráss, Björgólfur Guðmundsson, stjómarformaður Lands-
bankans, Magnús Þorsteinsson, eigandi Avion Group, Sigurður
Einarsson, stjómarformaður KB banka, Bjami Ánnannsson,
forstjóri íslandsbanka, bræðumir Lýður og Agúst Guðmunds-
synir í Bakkavör, Hannes Smárason, stjómarformaður Flugleiða
og Olafur Olafsson, stjómarformaður SIF og Samskipa.
Ekki þarf að hafa mörg orð um að þessir menn hafa verið í
framlínu útrásarinnar undanfarið. Dugir þar að nefna nýlegar
Jjárfestingar, eins og kaup KB banka í FIH í Danmörku; yfir-
töku Baugs á Big Food Group; yfirtöku Islandsbanka á BN
banka í Noregi; kaup SÍF á Labeyrie Group; kaup Burðarás í
Camegie bankanum í Svíþjóð, kaup Flugleiða í Easyjet; kaup
Bakkavarar í breska matvælafyrirtækinu Geest.
Hvert viðskiptatímaritið af öðm á Norðurlöndum hefur að
undanfömu fjallað um Jjárfestingar íslensku víkinganna undan-
farin tvö ár og komist að þeirri niðurstöðu að þær liggi á bilinu
260 til 290 milljarða króna. Það er hins vegar varlega áætlað.
Frjáls verslun gerir tilraun til að meta þetta og fær út Jjár-
hæðina 386 milljarða króna, að þvi gefnu að yfirtaka Baugs á
Big Food Group gangi efdr sem og yfirtaka Islandshanka á BN
banka í Noregi. Inni í þessari Jjárhæð em að visu kaup Ossurar
á Flex-Foot árið 2000 á 5,2 milljarða og kaup Bakkavarar á
Katsouris í Bretlandi á um 16 milljarða undir árslok 2001. Kaup
Baugs á hlutnum í Arcadia er ekki inni í þessari Jjárhæð enda
íyrirtækið búið að selja hann. Langstærsta Jjárfesting Islendinga
til þessa em Kaup KB banka sl. vor á danska bankanum FIH
Jýrir rúma 84 milljarða króna. Verðmæti Big Food Group í yfir-
töku Baugs er 41 milljarður króna.(í]
18