Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2004, Side 22

Frjáls verslun - 01.10.2004, Side 22
Birgir hefur verið búsettur í Danmörku síðan árið 1997 og hefur síðan verið framkvæmdastjóri Domino’s Pizza á Norðurlöndum. Spurður um hvemig það bar til að hann ásamt Baugi og Straumi festu kaup á einni elstu stórverslanakeðju Norðurlanda segist Birgir hafa haft augastað á félaginu um nok- kurra mánaða skeið. „Eg hef búið hér í Kaupmannahöfn í nokkur ár og hef sjálfur verið viðskiptavinur Magasin du Nord. Eg hef hins vegar ekki alltaf verið fyllilega ánægður með þjónustuna og vöruúrvakð og því kviknaði hjá mér sú hugmynd að úr þessu mætti bæta. Eg sá fyrir mér að til þess yrði að koma til þekking á smásölu og að sjálfsögðu Ijármögnun. Eg ákvað að nefna þessa hugmynd mina við Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóra Baugs Group, í ljósi þess að hann hefur sterk alþjóðleg viðskiptasambönd sem og reynslu af smásölu og verkefnum sem þessum.“ Vantaði þehkingu á smásölu í rekstur Magasin Féiagið sem staðið hefur að baki Magasin du Nord síðastliðin ár, A/S Th. Wessel & Vett, hefur átt í rekstrarerfiðleikum um árabil og hefur félagið leitað að hentugum tjárfestum lengi þrátt fyrir að ekki fáist staðfest í hversu mörg ár leitin hefur staðið yfir. Félagið var áður í eigu 1.700 hluthafa en þar af réðu 10 hluthafar yfir 85% hlutaljár. Þar voru stærstir Jyske Bank, sjóður WedellWedellsborg íjölskyldunnar, tryggingafélagið Codan og Nordea Bank. Þannig var félagið að mestu rekið af flármálafyrirtækjum og var stjómin skipuð fulltrúum stærstu hluthafa, fulltrúum starfsmanna og þekktum aðilum úr dönsku viðskiptalífi. Birgir segir að helsta skýringin sem hann sjái á erfiðleikum Magasin vera þá að verslunin hafi undanfarin ár verið rekin af fólki sem ekki hafði nægilega reynslu til þess að reka félagið. Þannig hafi samningsstaða félagsins við birgja verið slæm og svo virðist sem þeir hafi nýtt sér þá stöðu. , Að mínu mati hefur vantað inn í reksturinn þekkingu á smá- sölu, sérstaklega í ljósi þess hversu samkeppnin hefur harðnað mikið á síðustu ámm. Með tengslunum við Baug Group erum Flaggskipið við Kongens Nytorv ekktasta verslun Magasin du Nord stendur við Kongens Nytorv í Kaupmannahöfn en þess utan eru reknar sjö aðrar deildarskiptar stórverslanir, þ.á.m. 1 Alaborg, Oðinsvéum og Arósum. Samtals velta þessar verslanir um 25-30 milljörðum íslenskra króna á ári hveiju. Magasin du Nord þróaðist úr litlu framleiðslufyrirtæki sem stofnað var árið 1868 í Arósum undir nafninu A/S Th. Wessel & Vett. Það varð árið 1879 að Magasin du Nord sem dró nath sitt af Hotel du Nord við Kongens Nytorv, en fyrsta verslunin var opnuð í hótelinu. Verslunin við Kongens Nytorv þótti afar framsækin og þar var til að mynda fyrsta lyfta á Norðurlöndum tekin í notkun. Um 130 árum síðar var Magasin við Kongens Nytorv svo fyrsta stórversl- unin á Norðurlöndum til að geta tekið á móti viðskiptavinum sínum beint upp úr neðanjarðarlestarkerfi Kaupmannahafnar. Um 2.000 manns starfa hjá rekstrarfélagi Magasin. Magasin du Nord var um árabil flaggskipið í danskri smásölu. Þekktasta verslun Magasin du Nord stendur við Kongens Nytorv í Kaupmannahöfn. Virðuleg verslun. ,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.