Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2004, Side 36

Frjáls verslun - 01.10.2004, Side 36
Kapphlaupið um Meira en helmingur stofnfjár í Spron hefur skipt um eigendur að undanfömu. Gengi stofnijárbréfa hefiir hækkað rnn 40%. Bankamir em meðal kaupenda. Hvað vakir fyrir þeim? Lögin banna sameiningu banka og sparisjóða. Guðmundur Hauksson, sparisjóðs- stjóri Spron, situr hér fyrir svörum. Texti: Sigurður Bogi Sævarsson Myndir: Geir Ólafsson Hversu stór hluti af stofiifé Spron hefur skipt um eigendur? „Dreifmgin í viðskiptum með stofnfé sparisjóðsins er að mínu mati mjög góð. Iifleg viðskipti hafa verið undanfarið með stofnfé í sjóðnum og meira en helmingur þess hefur skipt um eigendur. Margir eigenda hafa til dæmis losað um nokkum hluta af sínu stofnfé, en frá því í haust hefur eigendum ails fjár- ins þó fækkað úr um 1.100 niður í 840.“ Eru KB banki og Islandsbanki á meðal kaupenda? „Fjölmargir koma að viðskiptumnn og enginn er með meira en 5% hlut Eg get, heimildum sparisjóðsins samkvæmt, ekki greint irá því hveijir em að selja eða kaupa. Eg get þó stað- fest að meðal kaupenda em nokkur íjámiálafyrirtæki, en veit ekki annað en tilgangur þeirra séu fjárfestingar með hóflegum hætti. Fyrir því er nánast hefð að fjármálafyrirtæki á Islandi eigi nokkum hlut hvert í öðm, sem helgast meðal annars af því að íslenski markaðurinn er ekki stór og fjárfestingatækifæri yfir- leitt ekki mörg. Eg held að menn telji viðskipti með stofnféð einfaldlega ábatasöm og góðan kost“ Hvers vegna markaður með stofiifé? ,Áður fyrr vom engin viðskipti með stofnfé í Spron. Stofnfjár- skírteini vom seld á framreiknuðu nathverði og innleyst á sama gengi. Forsaga þess að settur var á fót markaður með stofnfé í Spron er, að á árinu 2002 samþykkti stjóm sparisjóðsins að nýta sér lagaheimildir til að breyta sjóðnum í hlutafélag. I fram- kvæmd hefði þetta verið þannig að þá hefðu stofnfjáreigendur einfaldlega fengið hlutabréf í Spron í hendur í skiptum fyrir stofnfjárskirteini. Skömmu áður en til þess kom barst yfirtöku- tilboð í stofiifé sparisjóðsins frá Búnaðarbanka Islands og fimm stofnfjáreigendum, en það var miðsumars 2002. Nokkur lagaóvissa skapaðist um hvort selja mætti stofnfé, á hærra verði en sem næmi framreiknuðu nafnverði og hvort yfirtaka með þessum hætti stæðist lög. Niðurstaðan var að yfir- takan stangaðist á við lög, en að ekkert lagaákvæði baimaði á hinn bóginn fijáls viðskipti með stofnfjárskírteini, að því gefnu að þau gerðust innan lagaramma og samþykkta sparisjóðs- stjómarinnar." Þegar yfirtökutilboðið barst gaf stjóm sparisjóðsins út yfir- lýsingu þess efnis að ef Fjármálaeftirlitið staðfesti heimildir til viðskipta með stofnflárbréf á hærra verði en framreiknuðu nafn- verði, myndi stjómin leita leiða sem til þess væm fallnar að bæta hag sparisjóðsins og stofnfjáreigenda í senn. Hugmynd um stofnfjármarkaðinn var þó lögð til hliðar meðan seinni tilraun til að breyta Spron í hlutafélag var gerð um síðastliðin áramót Rykið af henni var dustað eftír að komið var í veg fyrir að fram- tíð Spron yrði tryggð í samstarfi við KB banka.“ Hvað hafa margir fjárfestar keypt stofinfé í þessum við- skiptum að undanfómu? „Markaður með stofntjárskírteini hófst í lok september. Við- skiptin hafa gengið vel og allir samningar verið samþykktir af stjóm sparisjóðsins. Það hafa ekki heldur komið upp nein álitamál sem hefúr tíl dæmis þurft að vísa til Fjármálaeftírlitsins. Gengi stofnfjárbréfanna hefur yfirleitt verið á bilinu 5,0 til 7,0. Um íjömtiu fjárfestar hafa keypt og enginn þeirra á meira en 5% af stofnfé." Fjörutíu Jjárfestar keypt bréf. En er veruleikinn ekki samt sá að örfáir aðilar eru að reyna að eignast Spron? „Eg hef ekki orðið var við neina tilhneigingu í þá átt Við skulum líka hafa í huga að lög um sparisjóði taka ákveðið á slíku, þ.e. að einstaka aðilar eða þeir sem þeim kunna að tengjast mega aldrei eiga meira en 10% af stofnfé - og geta mest haft 5% atkvæða- vægi. Annað fellur dautt Lögin sem um þetta gilda em býsna skýr, enda meginhugsun þeirra að stofnfjáreign sé dreifð." Sameining Spron og Sparisjóðs vélstjóra hefur verið blásin af. Hver var ásteytingasteinninn þar? „Eg vil ekki tjá mig um það, enda kom ég ekkert þar að málum. Stjómarformenn sjóðanna tveggja leiddu viðræðumar og slitu þeim þegar ljóst var að gmndvöllur væri ekki fyrir þvi að ná 36
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.