Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2004, Side 45

Frjáls verslun - 01.10.2004, Side 45
fræðingur að mennt og með MBA-próf frá Lundúnum, en hafði á námsárum sínum í Háskóla íslands tekið þátt í starfi Vöku og var formaður Heimdallar 1997 til 1999. Mugi hefur raunar alla tíð og ekki síst eftir að hann varð aðstoðarmaður Davíðs verið odeigur við að blanda sér í pólitíska umræðu. Ekki bara sem málsvari húsbónda síns, heldur líka á eigin forsendum. Er þar nærtækast að nefna Sunnudagsþáttinn á Skjá einum. Illugi á þó fleiri strengi í hörpu sinni en pólitíkina eina. Hann þykir góður píanisti og gaf nýlega út geisladisk með leik sínum og þá hefur hann einnig gripið í hlutverk organista við kirkjuna á Flateyri. Þangað vestur á hann tengsl meðal annars í gegnum eiginkonu sína, Brynhildi Einarsdóttur, Odds Kristjánssonar alþingismanns og Sigrúnar Gerðu Gísla- dóttur. Kunnugir telja líklegt að fyrr eða síðar muni Illugi hasla sér völl í stjómmálum sem beinn þátttakandi; til þess standi áhugi hans og atgervi bjóði upp á slíkt. Einn er sá aðstoðarmaður sem hér er ónefndur og fylgt hefur ráðherranum lengur en allir aðrir, Jón Ámason. Fáir þekkja sjálfsagt nafnið, en þetta er maðurinn sem hefur verið hílstjóri Davíðs alveg síðan hann varð borgarstjóri árið 1982. hegar Davíð fór í forsætisráðuneytið 1991 fylgdi Jón með og aftur nú í haust þegar húsbóndi hans varð utanríkisráðherra. Jón er reyndar kominn á eftirlaunaaldur, en grípur í bílstjóra- starfið þó alltaf annað veifið þegar þörf krefur. ÖGfgmál bolludagsins En lítum ögn betur á feril þeirra Ijög- urra aðstoðarmanna sem nefndir em hér að framan. Athygli vekur að þrír þeir fyrstnefndu, þeir Hreinn, Eyjólfur og Orri, hafa allir haslað sér völl í viðskiptalífinu. Hreinn var formaður einkavæðingarnefndar allt þar til á útmánuðum árið 2002. Þá hafði komið til ýfinga milli Hreins og forsætisráðherra, meðal annars vegna gagnrýni hins fýrmefnda á sölu Símans sem mistókst illa. Sömuleiðis hafði staða Hreins sem stjómarfor- manns Baugs hér mikið að segja, en gagnrýni Davíðs á það fýrirtæki hófst raunar talsvert fyrr. „Hann hafði þá skoðun að fýrirtækið stýrði álagningu á matvöru í gegnum þessar keðjur og væri þar með að stuðla að hærra matvælaverði og þar með hærri verðbólgu,“ sagði Hreinn Loftsson í viðtali við DV fýrr á þessu ári. Hann segir margvíslega árekstra fleiri hafa komið til. Steininn tók úr með bolludagsmálinu svonefnda 2003. Þá hafði Fréttablaðið greint frá því að á fundi stjómar Baugs hefði verið fært til bókar að óttast mætti áhlaup forsætisráðherra vegna andstöðu hans við fýrirtækið. Fréttin birtist á laugar- degi en næsta mánudag, bolludag, kom Davíð Oddsson fram á Morgunvakt Útvarpsins og lýsti þvi yfir að á fundi sínum með Hreini Loftssyni hefði Hreinn nefht þá hugmynd að múta mætti Davíð með 300 milljónum króna til að hann léti af and- Orri er framkvæmdastjóri þróunarsviðs Símans og gegnir nú, í krafti þess, stjórnarformennsku í Islenska sjónvarpsfélaginu sem rekur Skjá einn. stöðu sinni við fýrirtækið. Viðbrögðin við þessum ummælum forsætisráðherra vom líkust sprengju - og ekki laust við að bergmál hennar heyrist enn einhvers staðar í fjarska. Splundra dreifðri eignaraðild Svo virðist með öðmm orðum að Davíð gefi mönnum engin grið þó þeir hafi verið aðstoðar- menn hans. Það fékk Eyjólfur Sveinsson líka að reyna síðsumars 1999 þegar hann í félagi við aðra í Orca-hópnum, þájón Asgeir Jóhannesson, Þorstein Má Baldvinsson og Jón Olafsson í Skífunni, keypti af sparisjóðunum og Kaupþingi 22,5% í Fjárfestingabanka atvinnulífsins. Kaupunum var fjarri því tekið fagnandi af forsætisráðherra, sem sagði þau stuðla að því að markmið ríkisstjómarinnar um dreifða eignaraðild við sölu ríkisbankanna fæm út um þúfur. „Þetta getur haft þau áhrif að þau hlutabréf, sem ríkið á eftir óseld í viðkomandi banka, verði miklu lægri,“ sagði Davíð og taldi sérstakt átak hafa verið gert til að splundra stefnu ríkisstjómarinnar um dreifða eignaraðild. Ríkisstjómin þyrfti því að athuga sinn gang og ef til vill tryggja áðumefnd markmið um lagasetningu, sem þó var aldrei gert. En þó vinslit yrðu með Hreini Loftssyni og Davíð Odds- syni vegna áðumefndra mála lagði hann þessum fyrrnm hús- bónda sína um margt gott orð í DV-viðtalinu fýrr á þessu ári. Til að mynda hefði Davíð þann góða kost að . .gefa mönnum sem hann treystir frið til að vinna að sínum verkefnum. Á meðan þeir gera engar bommertur fá þeir að vinna að sínum málum án þess að hann andi ofan í hálsmál þeirra," segir Hreinn, en sér þykir miður að gagmýnin umræða sé nánast ekki leyfð í Sjálfstæðisflokknum. Valdinu sé beitt með þeim hætti að sér blöskri. Millivegur er ekki til En rétt eins og verða vill með sterka persónuleika og mikla leiðtoga verður aldrei nein lognmolla í afstöðu manna til þeirra. Millivegur er ekki til. I bókinni I hlutverki leiðtogans, sem Ásdís Halla Bragadóttir skráði, þvertekur Davíð hins vegar fýrir þetta. Kveðst vel gefa unað gagnrýni. Hann kveðst leggja mikið upp úr því að samstarfs- menn sínir séu fljótir að greina meginatriði hvers máls og ekki þurfi að stafa ofan í þá hvem hlut. Að þeir hafi innbyggða þá flöður sem segi þeim hvað megi og hvað ekki. Húmor sé einnig mikilvægur, ef hann sé mönnum sem lokuð bók verði allt svo þungt og erfitt. Ekki verður hér lagður dómur á persónuleika þeirra manna sem gegnt hafa starfi aðstoðarmanna Davíðs Oddssonar eða hvort þeir hafi haft þá eiginleika sem hann sjálfur telur svo mikil- væga í samstarfi. Þeir em þó hver öðmm ólíkir - enda hver úr sinni áttinni, sem aftur minnir á að Davíð sjálfúr er býsna marg- slunginn persónuleiki, rétt eins og listamanna er hátturHD Illugi hefur alla tíð og ekki síst eftir að hann varð aðstoðarmaður Davíðs verið ódeigur við að blanda sér í pólitíska umræðu. 45
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.