Frjáls verslun - 01.10.2004, Page 55
setinn deila áhuga á bandanskum fótbolta, en sín eigin íþrótta-
^frek vann hún á skautasvellinu.
Prófessor við Stanford, aðeins 26 ára Faðir hennar kenndi
við Denver-háskóla og þar innritaðist hún á þeim aldri sem
^OREIGN press center
WASHINGTON A
Valdamesta kona heims - en gárungamir segja að
hún verði önnur valdamesta kona í heimalandinu
þvi þar sé spjallþáttakonan Ophra Winfrey í
fyrsta sæti.
íslenskir unglingar fara í menntó og var orðin prófessor við
Stanford aðeins 26 ára. Rússland er hennar sérgrein, hún
er hraðmælt á rússnesku. Tengslin við Hvíta húsið byrjuðu
á tímum Bush eldri, þegar hún varð deildarstjóri Þjóðar-
öryggisráðsins á sviði Sovétríkjanna og Austur-Evrópu. I
fyrri kosningabaráttu Bush yngri var hún ráðgjafi hans í
utanríkismálum og þá giskuðu margir á að hún yrði fyrsti
blökkumaðurinn sem utanríkisráðherra. Utnefning Powells
frestaði því.
Margir hafa orðið til að spyrja hvem mann hún hafi að
geyma, þessi granna glæsikona, sem lætur fitið yfir sér, en
er stálhönd í silkihanska að mati þeirra sem þekkja hana.
I náminu var það Sovét og kalda stríðið sem mótaði hana.
Kennari hennar í Denver var Josef Korbel, flóttamaður frá
Tékkóslóvakíu. A heimili hans kynntist hún dóttur Korbels,
Madeleine, sem í stjóm Clintons og undir eftimafninu Albright
varð fyrsta konan til að gegna embættinu, sem Rice fær núna.
Báðir þessir kvenutanríkisráðherrar koma úr háskólaumhverli,
em báðar sérfræðingar í Austur-Evrópu og þykja báðar betri í
að tala yfir fólki en hlusta. Albright, fædd 1937 í Prag, var utan-
ríkisráðherra 1997-2001.
55