Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2004, Page 56

Frjáls verslun - 01.10.2004, Page 56
Margir efast um hæfileika hennar til að ná tangarhaldi á skrifræðinu í utanrfkisráðuneytinu, því sem öryggisráðgjafi hafi henni ekki tekist vel að fá utanríkis- og varnarmálaráðuneytið til að vinna saman. í grein í tímaritinu Salon skrifar Alan Gilbert, fyrrum kennari hennar við Denver-háskóla, að hin opinbera saga um að Rice hafi alltaf verið repúblíkani, eins og pabbinn, sé ekki sönn. I háskólanum hafi hún þvert á móti virst frjálslynd líkt og flestir aðrir við deildina. Árið 1984 vann hún fyrir demó- kratann Gary Hart, þegar hann bauð sig fram til forseta. Albert segir Rice mjög hugsandi konu, en lætur að þvi liggja að hún sé best í að koma fram og taka sig vel út með þekkingu á tak- teinunum, en það sé hins vegar enginn sannfæringarkjami í henni. Breska blaðið Daily Telegraph tekur í sama streng og bendir á það í leiðara að sem þjóðaröryggisráðgjafi hafi hún virst sveiflast á milli harðlínu Dick Cheney varaforseta og Powells - en hvar er hún sjálf? spyr blaðið. Gengur tíl náða kl. 22, vaknar kl. 5 Einkalíf hennar hefur ekki verið ijölmiðlamatur. Hún er ógift, býr í lítilli íbúð í Water- gate byggingunni og lifir öguðu lífi, að sögn vina hennar. Hún fer í háttinn kl. 22, vaknar kl. 5, hleypur á hlaupabandi heima fyrir, er mætt í vinnuna fyrir kl. 7 og tekur iðulega með sér matarpakka að heiman til að spara sér peninga og hitaeiningar í matstofu Hvíta hússins. A sunnudögum spilar hún gjaman kammertónlist með nokkmm vinum. Sálgreining á tónlistarsmekk hennar er upplýsandi en kemur varla á óvart. I viðtali í fyrra sagðist hún halda upp á Brahms, því tónlist hans sé svo skipulega byggð upp. „Hann er ástríðufullur án þess að vera tilfinninganæmur. Mér fellur alls ekki við tilfinninganæma tónlist og ég er í raun alls ekki hrifin af rússnesku rómantíkerunum eins og Tjækovskí og Rachmanínoff, sem bera allt utan á sér. í verkum Brahms er haft taumhald á tilfmningum og spennu sem aldrei er losað um.“ Á fimmtugsafmælinu hinn 14. nóvember sl. hélt hún að það yrði bara kvöldverður með nokkmm vinum og skyldmennum og mætti á staðinn, óhátíðlega klædd - en á bak við þá áætlun var óvænt boð hjá breska sendiherranum. Bush, sem líkt og Rice er sjaldséður í boðum í Washington, mætti í smóking eins og aðrir. Sjálf fékk Rice í hendumar rauðan síðkjól, sem tískuhönnuðurinn Oscar de la Renta hafði hannað handa henni í tilefni dagsins, að sögn New York Times. Cheney, Rice og Rove Margir forsetar hafa kosið að hafa í kringum sig fólk með ólíkar skoðanir, sem þeir hlusta á og draga svo sínar ályktanir. I seinni umferðinni í embætti hefur Bush hins vegar valið sér samstarfsfólk, sem þegar hefur sýnt honum hollustu og tryggð. Undir fyrirsögninni „Bergmálsherbergið'* skrifar Bob Herbert dálkahöfundur New York Times að líkt og í unglingagengjum þá skipti hollusta öllu máli í innsta hring Bush. Stuðningsmenn Bush segja val hans viturlegt til að losna við stöðugan fréttaþyt um ósamlyndi í Hvíta húsinu. I þessu svipar honum til Nixons, 56
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.