Frjáls verslun - 01.10.2004, Qupperneq 56
Margir efast um hæfileika hennar til að ná tangarhaldi á skrifræðinu í utanrfkisráðuneytinu, því sem öryggisráðgjafi hafi henni
ekki tekist vel að fá utanríkis- og varnarmálaráðuneytið til að vinna saman.
í grein í tímaritinu Salon skrifar Alan Gilbert, fyrrum
kennari hennar við Denver-háskóla, að hin opinbera saga um
að Rice hafi alltaf verið repúblíkani, eins og pabbinn, sé ekki
sönn. I háskólanum hafi hún þvert á móti virst frjálslynd líkt
og flestir aðrir við deildina. Árið 1984 vann hún fyrir demó-
kratann Gary Hart, þegar hann bauð sig fram til forseta. Albert
segir Rice mjög hugsandi konu, en lætur að þvi liggja að hún
sé best í að koma fram og taka sig vel út með þekkingu á tak-
teinunum, en það sé hins vegar enginn sannfæringarkjami í
henni. Breska blaðið Daily Telegraph tekur í sama streng og
bendir á það í leiðara að sem þjóðaröryggisráðgjafi hafi hún
virst sveiflast á milli harðlínu Dick Cheney varaforseta og
Powells - en hvar er hún sjálf? spyr blaðið.
Gengur tíl náða kl. 22, vaknar kl. 5 Einkalíf hennar hefur
ekki verið ijölmiðlamatur. Hún er ógift, býr í lítilli íbúð í Water-
gate byggingunni og lifir öguðu lífi, að sögn vina hennar. Hún
fer í háttinn kl. 22, vaknar kl. 5, hleypur á hlaupabandi heima
fyrir, er mætt í vinnuna fyrir kl. 7 og tekur iðulega með sér
matarpakka að heiman til að spara sér peninga og hitaeiningar
í matstofu Hvíta hússins. A sunnudögum spilar hún gjaman
kammertónlist með nokkmm vinum.
Sálgreining á tónlistarsmekk hennar er upplýsandi en
kemur varla á óvart. I viðtali í fyrra sagðist hún halda upp á
Brahms, því tónlist hans sé svo skipulega byggð upp. „Hann
er ástríðufullur án þess að vera tilfinninganæmur. Mér fellur
alls ekki við tilfinninganæma tónlist og ég er í raun alls ekki
hrifin af rússnesku rómantíkerunum eins og Tjækovskí og
Rachmanínoff, sem bera allt utan á sér. í verkum Brahms
er haft taumhald á tilfmningum og spennu sem aldrei er
losað um.“
Á fimmtugsafmælinu hinn 14. nóvember sl. hélt hún að það
yrði bara kvöldverður með nokkmm vinum og skyldmennum
og mætti á staðinn, óhátíðlega klædd - en á bak við þá áætlun
var óvænt boð hjá breska sendiherranum. Bush, sem líkt og
Rice er sjaldséður í boðum í Washington, mætti í smóking
eins og aðrir. Sjálf fékk Rice í hendumar rauðan síðkjól, sem
tískuhönnuðurinn Oscar de la Renta hafði hannað handa
henni í tilefni dagsins, að sögn New York Times.
Cheney, Rice og Rove Margir forsetar hafa kosið að hafa
í kringum sig fólk með ólíkar skoðanir, sem þeir hlusta á
og draga svo sínar ályktanir. I seinni umferðinni í embætti
hefur Bush hins vegar valið sér samstarfsfólk, sem þegar
hefur sýnt honum hollustu og tryggð. Undir fyrirsögninni
„Bergmálsherbergið'* skrifar Bob Herbert dálkahöfundur
New York Times að líkt og í unglingagengjum þá skipti
hollusta öllu máli í innsta hring Bush. Stuðningsmenn Bush
segja val hans viturlegt til að losna við stöðugan fréttaþyt um
ósamlyndi í Hvíta húsinu. I þessu svipar honum til Nixons,
56