Frjáls verslun - 01.10.2004, Page 73
KONUR í VIÐSKIPTALÍFINU
Signý Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Guðmundar
Jónassonar.
sem hann hafði ekki ekið yfir, væri það á annað borð hægt, eða
hann hafði fundið vað á. Það var eins og hann „læsi“ ámar með
líkamanum þegar hann óð út í þær. Framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins í dag er Signý Guðmundsdóttir, dóttir Guðmundar.
Hún segist stundum hafa byrjað að starfa við fyrirtækið 5 ára
gömul þegar hún fékk það hlutverk að færa föður sínum á verk-
stæðið nestið sem hann hafði gleymt heima.
„Eg byijaði að vinna hér með skóla með námi en var um 6
ára skeið bankastarfsmaður en fékk svo vinnu í bankaútibúi
sem var aðeins opið eftir hádegið. Þannig var ég á fullu hér
fram að hádegi en auðvitað hafði ég alla tíð fylgst með rekstri
fyrirtækisins. Svo varð starfsemin hér stöðugt meiri og loks
kom að því að ég hætti í bankanum. Bróðir minn, Gunnar, var
byrjaður hér á undan mér, en við erum þrjú systkinin hér í dag
því Kristín systir er hér líka,“ segir Signý Guðmundsdóttir.
Með tilkomu ferðaskrifstofuleyfis og gistingar í húsi fyrir-
tækisins jókst starfsemin eim frekar. Aður fyrr voru það fyrst
og fremst Islendingar sem ferðuðumst með bílum Guðmundar
Jónassonar auk nokkurra útiendinga sem slæddust með, fyrst
og fremst vegna þess að þeir dvöldu hér tímabundið. Með
tímabundinni niðurfellingu virðisaukaskatts á bílum hafa orðið
miklar framfarir í endumýjun hópferðabíla, flotinn yngst mikið.
„Nú ferðast Islendingar fyrst og fremst á eigin bílum, ef
undanskildar em skipulagðar ferðir félagasamtaka eða vinnu-
staðahópa. Hópbíladeildin er enn gmnnurinn að okkar starf-
semi, og þar em bílar af öllum stærðum til leigu. Svaðilfarir
sem sumum fannst einkenna ferðir pabba áður fyrr heyra nú
sögunni til, kannski því miður fyrir suma. En við þetta opnuð-
ust öræfi þessa stórkostlega lands fyrir landsmönnum. Ekki
em lengur boðið upp á svefnpokapláss eða tjaldferðir fyrir
einstaklinga, allir gista í hótelum nema sérstök beiðni berist
frá hópum, aðallega erlendum," segir Signý Guðmundsdóttir
framkvæmdastjóri GJ-SH
SlGRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR
FORSTJÓRI TÆKNIVALS
Nýlega urðu forstjóraskipti hjá Tæknivali er Almar Öm
Hilmarsson tók við starfi framkvæmdastjóra Iceland
Express. Hann fór þó ekki alveg frá fyrirtækinu því hann hefur
tekið sæti í stjóm Tæknivals. Sigrún Guðjónsdóttir tók við
forstjórastarfinu en hún var áður framkvæmdastjóri ráðgjafa- og
hugbúnaðarhússins Innn hf., tók við því starfi í ársbyrjun 2004
efdr að hafa starfað þar fyrst sem yfirmaður ráðgjafasviðs.
Aðrar áherslur em hjáTæknivali en hjá Innn, þar er seldar allar
gerðir tölvubúnaðar og tengdar rekstrarvömr, kerfisþjónusta og
rekið verkstæði. Tæknival leggur mikla áherslu á góða þjónustu
enda er slagorð fyrirtækisins „Þjónusta í öðm veldi“.
Sigrún segir Tæknival vera með mjög góð vörumerki í
sinni vöruflóru, hvort sem um sé að ræða útstöðvar, netþjóna,
gagnalausnir, IP-símkerfi, hugbúnað eða annan jaðarbúnað. I
miðlægum búnaði er fyrirtækið þjónustuaðili EMC sem sé ein
allra besta gagnageymslulausnin á markaðnum í dag. Tæknival
er eini aðilinn á íslenska markaðnum sem getur veitt lst level
support fyrir gagnageymslulausnir EMC sem er nauðsynlegt
fvrir alla biónustu bar sem hámörkun unnitíma er eninnkrafa.
Sigrún Guðjónsdóttir, forstjóri Tæknivals.
73