Frjáls verslun - 01.10.2004, Síða 86
Starfsfólkið endurnærist. Fyrirtæki bjóða starfsfólki sínu í nudd Nordica Spa á vinnutímanum, segir Ragnheiður Birgisdóttir,
framkvæmdastjóri Nordica Spa.
NORDICA Spá:
Dekur í jolagjöf
Stjórnendur fyrirtækja hafa í auknum
mæli leitað nýrra leiða til að umbuna
starfsfólki sínu fyrir vel unnin störf,
þá oft í kjölfar mikilla álagstíma. Einn nýr
valkostur er að bjóða því í dekur eða heilsu-
rækt. Tilefnin geta þó annars verið ýmiss
konar,“ segir Ragnheiður Birgisdóttir, ffamkvæmdastjóri
Nordica Spa - heilsuræktar, sem er eitt glæsilegasta fyrir-
tækið á sínu sviði hér á landi. Fyrirtækið er á annarri hæð
Nordica hótels við Suðurlandsbraut í Reykjavík. A Nordica
Spa er lögð mikil áhersla á hátt þjónustustig og persónulega
handleiðslu.
„Sumir viðskiptavina okkar eru fyrirtæki sem bjóða starfs-
fólki sínu í nudd Nordica Spa á vinnutímanum. Starfsfólkið
hefur komið til baka endumært og ánægt og tilbúið í slaginn
aftur,“ segir Ragnheiður. Nordica Spa segir hún kosta kapps
að vera sveigjanlegt fyriræki og mæta ólíkum þörfum við-
skiptavina.
„Einn möguleikinn sem við bjóðum - og
er eftírsóttur - er að nuddari frá okkur fari út
í fyiirtækin þar sem starfsfólki er boðið nudd
á vinnustað. Fyrirtækin hafa þá auglýst komu
nuddarans og fólk beðið um að skrá sig. Þetta
er gert á vinnutímanum - og tekinn í þetta það
langur tími að starfsmaðurinn slakar vel á og líður vel en samt
ekki svo langur að trufli vinnu,“ segir Ragnheiður.
Gjafakort á Nordica Spa em vinsæl, meðal annars hjá stjóm-
endum fyrirtækja sem vilja gleðja starfsfólk sitt. Kortin jiykja til
dæmis frábær jólagjöf og veita aðgang að öllu þvi sem Nordica
Spa býður upp á, bæði heilsuræktinni og nudd- og snyrtistofunni.
Á nuddstofunni er boðið upp á vöðva-, svæða- og slökunamudd
ásamt ilmmeðferðum, steinanuddi og sérstakri eldflallameðferð
sem var sérhönnuð fyrir Nordica Spa og unnin úr íslenskum
hveraleir. Á snyrtistofúnni em allar almennar snyrtimeðferðir
fyrir bæði karla og konur ásamt sérstökum Clarins likams-
meðferðum. Innifalið í öllum snyrti- og nuddmeðferðum er
aðgangur að heilsulindinni þar sem boðið er
upp á herðanudd í heitu pottunum. I heilsu-
lindinni em tveir nuddpottar og slökunar-
laug. Einnig em tvær blautgufur með ilmi
og úti á veröndinni er sauna. Á spasvæðinu
er hvíldarherbergi þar sem leikin er þægileg
slökunartónlist þar sem hægt er að hvílast
fyrir eða eftir meðferð. Gestir fá að sjálfsögðu
handklæði og slopp. 33
Nordica Spa býður dekur
og slökun og nuddið er
vinsælt, sem nú býðst úti
í fyrirtækjunum sjálfum.
Gjafakortin vinsæl.
86