Morgunn - 01.12.1965, Blaðsíða 48
126
MORGUNN
raunverulega sé það, sem skynjað verður með skynfærun-
um, á vissulega við ýmis örðug vandamál að glíma. Má þar
sem dæmi nefna sjálfa sjónskynjunina. Við sjáum hlutina á
þá lund, að sólarljósið, sem þeir varpa frá sér, berst inn í
augað og hefur áhrif á sjónhimnuna á bakhlið þess. En nú
er það svo, að þær ljósbylgjur, sem við þannig skynjum,
þurfa til þess að hafa ákveðna bylgjulengd, og það bylgju-
svið er aðeins brot þess sviðs, sem vitað er með vísindaleg-
um sanni, að þess háttar bylgjur raunverulega hafa. Þau
bylgjusvið, sem augað fær ekki greint, eru því miklu víð-
áttumeiri en hin, sem það getur skynjað. Hér virðist því
vera allstór gloppa í skynjanaþekkinguna, sem þeir verða að
gera grein fyrir, sem fullyrða, að hinn skynjanlegi efnis-
heimur sé hinn eini veruleiki, og veruleikinn allur. Hugs-
um okkur, að til væru menn, sem hefðu þannig augu, að
þau skynjuðu miklu víðara bylgjusvið en við nú gerum.
Þeir mundu sjá öðruvísi heim en við sjáum. Og hvorir
mundu þá sjá betur eða réttar? Eða mundi heimurinn geta
verið í senn bæði svona og hinsegin? Þetta sýnir, að raun-
veruleikinn er ekki jafn augljós og einfaldur og efnishyggju-
mennirnir vilja vera láta.
Efnishyggjumennirnir líta á manninn sem margbrotna
véi, sem starfar sem ein heild á þá lund, að svara áhrifum
samkvæmt þeim lögmálum, sem efnafræðingar og eðlisfræð-
ingar hafa fundið. Vissir hlutar þessarar vélar, sem kallaðir
eru einu nafni skynfæri, hjálpa hinni miklu vél til þess að
framkvæma hin hugrænu störf, sem fólgin eru í athugun
umhverfisins og réttum viðbrögðum við utanaðkomandi
áhrifum. Þetta er mjög einkennilegt starf, sem er í því fólg-
ið, að breyta rafmögnun heilafrumanna í skynjanir. Sumar
heilafrumurnar breyta þessum rafmögnuðu áhrifum í sjón-
skynjun, aðrar í heyrnarskynjun, þær þriðju i þreyfiskynj-
un og svo framvegis. Gallinn er sá, að efnishyggjumennirnir
geta ekki skýrt, hvernig þetta á sér stað, og hvers vegna.
Ennfremur væri fróðlegt að heyra skýringu þeirra á því,
hvers vegna þessi hugur mannsins, sem þeir segja eiga upp-