Morgunn - 01.12.1965, Blaðsíða 40
118
MORGUNN
sjálfstætt og óháð tauga- og hreyfikerfi efnislíkamans, þá
væri mikið afrek unnið, ekki aðeins í þágu vísindanna sem
slíkra, heldur og til glöggvunar á þessum málum í heild og
þá ekki sízt spurningunni um framhaldslífið.
En enda þótt ég sé eindregið fylgjandi nákvæmum og kost-
gæfilegum rannsóknum á þennan hátt, þá er þó ekki laust
við, að mér finnist gæta nokkurrar mótsagnar í því að taka
rannsóknirnar þessum tökum. Við byrjum á að ganga út
frá því sem gefnu, að mannveran sé eining sálar og líkama.
En nú er sálin vissulega ekki efni. Og með því að skýrgreina
eðli hennar sem nokkurs konar andstæðu efnisins, erum við
í rauninni með því að staðfesta óbrúanlegt djúp á milli sálar
og líkama. Ef þessi skýrgreining er rétt, þá er algjörlega
óþarft að velta því fyrir sér, hvort sálin muni lifa af líkams-
dauðann, af þeirri einföldu ástæðu, að hún, ef hún er al-
gjörlega óefniskennd, getur aldrei verið háð neinum efnis-
líkama.
Heimspekingar nú á dögum ræða að vísu ekki mjög mikið
um ósamrýmanleik sálar og líkama, eða efnis og anda. En
jafnvel þó að við lítum á sál og líkama sem eina starfandi
heild í þessu jarðlífi, þá komumst við eigi að síður að þeirri
niðurstöðu, eftir að hafa skýrgreint vitund okkar og sál svo
sem rök standa framast til, að með því höfum við búið sál-
ina öllum þeim eigindum, sem í rauninni fela í sér ódauð-
leika hennar. Síðan tökum við svo að velta vöngum og bolla-
ieggja um það, hvort það muni nú geta átt sér stað, að sálin
haldi áfram að lifa eftir líkamsdauðann!
Vitund okkar um það, að vera lifandi persónuleiki, er
kjarni allrar okkar reynslu og þá einnig þess, sem við nefn-
um tengsl sálar og líkama. Ef við tökum upp á því að finna
upp tilgátur og viðhorf, sem rugla okkur svo í ríminu, að við
missum sjónar á þessum augljósu grundvallarsannindum,
sem okkur eru beinlínis í brjóst lagin, þá er ekki annað fyrir
hendi en að venda okkar kvæði í kross og hefja á ný hring-
ferð um völundarhús rannsóknanna til þess að freista að
sanna það, sem við höfum þó hingað til ti’úað, en það er,