Morgunn - 01.12.1965, Blaðsíða 45
MORGUNN
123
á ýmsum sviðum. Persónuleg og einlæg trú þarf ekki að setja
einstaklinginn í slíkan vanda, en fastmótuð trúarbrögð kom-
ast ekki hjá því að taka afstöðu til vísindalegrar þekkingar.
Og árangurinn hefur orðið, eins og ljóst er af mannkyns-
sögunni, ofstæki og ofsóknir á hendur þeim, sem ekki höfðu
„augu trúarinnar“ til þess að skynja og viðurkenna kenn-
ingar trúarbragðanna.
I bók sinni, Ágrip af sögu Englands, getur höfundurinn, G.
M. Trevelyan, þess, sem nútímamanni kann að virðast harla
ótrúlegt, að árið 1457 var biskup nokkur að nafni Pecock
yfirheyrður og hnepptur í fangelsi fyrir það að hafa í deil-
um við áhangendur siðbótarmannsins John Wycleffe skýr-
skotað að nokkru leyti til mannlegrar skynsemi, í stað þess
að bera eingöngu fyrir sig kenningar og áhrifavald kirkj-
unnar.
Þetta áhrifavald yfir hugum manna, sem aðeins leyfði
hinum trúuðu að viðurkenna þann sannleika, sem kirkjan
kenndi, en nefndi allt annað villutrú, er verðskuldaði bann-
færingu og ströngustu pindingar og ofsóknir, má hiklaust
telja svartasta blett kirkjusögunnar. Og enn í dag eru það
hömlur kirkjunnar á frelsi manna til þess að ráðast gegn
viðurkenndum kenningum hennar, sem valdið hefur tor-
tryggni vísindanna í garð trúarinnar. Þegar visindin tóku
fyrir alvöru að skjóta upp kollinum á öndverðri 16. öld, urðu
þau fyrir miklum mótblæstri af hálfu þeirra, sem héldu
dauðahaldi í kenningar Aristotelesar, sem miðaldakirkjan
þá einnig var fylgjandi.
Þegar Copernicus hélt því fram árið 1543, að jörðin og
reikistjörnurnar snerust um sólina, mætti sú skoðun því-
líkri mótspyrnu, að hún hlaut ekki almenna viðurkenningu
fyrr en hálfri annarri öld síðar. Og andstaðan kom frá kirkj-
unni og þeim, sem héldu dauðahaidi í hinar gömlu erfi-
kenningar.
Þegar búið er á annað borð að rígnegla hugann við for-
dómana, má teygja trúgirnina ótrúlega langt, áður en hún
lætur sveigjast undan þunga þeirrar þekkingar, sem kemur