Morgunn - 01.12.1965, Blaðsíða 21
MORGUNN
99
rígbundið af orsakalögmálum efnisins. Efnislögmálin og or-
sakalögmálin eru alls ráðandi á báðum sviðum, hinu ílkam-
lega og hinu andlega.
Af þessum sökum er það blátt áfram knýjandi nauðsyn,
bæði einstaklingum og þjóðum, að fá fulla vissu um það,
hvort mannssálin er aðeins efnislegt starf heilafrumanna
eða sjálfstæður veruleiki. Ef við erum algjörlega háð efnis-
lögmálunum og valfrelsið ekki til, hlýtur öll okkar þjóðfé-
lagsheimspeki að hrynja í rústir. Án frjálsræðis viljans get-
ur hvorki verið um siðgæði né lýðræði að ræða, ekki einu
sinni um vísindi, sem frjálsa rannsókn viðfangsefnanna. Ef
sálarlíf mannsins er ekkert annað en starfsemi heilans, sýn-
ist öldungis ómögulegt að losna undan hinum járnhörðu lög-
málum efnisins á nokkru sviði mannlegrar breytni. Frelsið
er þá ekkert annað en ímyndunin tóm og siðgæðið einber
hugarburður. Allt er lögum efnisins háð og bundið.
Högum mannkynsins er nú svo komið, að eymd og eyð-
ing, ægilegri en orð fá lýst, hlýtur að bíða þess, ef ekki
tekst að finna þau ráð, sem duga, til rétts skilnings á mann-
eðlinu og leiðsagnar mannkyninu til bjartari framtíðar.
Gamlar kenningar, byggðar á trú einni saman, eru að missa
áhrifavald sitt, án þess að raunsannar leiðbeiningar hafi
komið í þeirra stað. Við svo búið má ekki standa.
Hið fyrsta, sem gera þarf, er að fá skýrari yfirsýn varð-
andi eðli mannsins sjálfs.
Þessi spurning er engan veginn ný. Ég hef hér borið hana
fram í því formi sem hún nú einkum birtist námsfólki í hin-
um æðri menntastofnunum. En þessari spurningu hefur
mannkynið verið að velta fyrir sér á sinni löngu leið til
aukins vitræns þroska.
Frá örófi alda, allt frá bernsku mannkynsins, hefur sú
trú verið ríkjandi, að maðurinn sé tvískiptur að eðli, sé bæði
líkami af sýnilegu efni og ósýnileg sál, sem stjórnar honum.
En þegar þroski menningarinnar var kominn á það stig, að