Morgunn


Morgunn - 01.12.1965, Page 21

Morgunn - 01.12.1965, Page 21
MORGUNN 99 rígbundið af orsakalögmálum efnisins. Efnislögmálin og or- sakalögmálin eru alls ráðandi á báðum sviðum, hinu ílkam- lega og hinu andlega. Af þessum sökum er það blátt áfram knýjandi nauðsyn, bæði einstaklingum og þjóðum, að fá fulla vissu um það, hvort mannssálin er aðeins efnislegt starf heilafrumanna eða sjálfstæður veruleiki. Ef við erum algjörlega háð efnis- lögmálunum og valfrelsið ekki til, hlýtur öll okkar þjóðfé- lagsheimspeki að hrynja í rústir. Án frjálsræðis viljans get- ur hvorki verið um siðgæði né lýðræði að ræða, ekki einu sinni um vísindi, sem frjálsa rannsókn viðfangsefnanna. Ef sálarlíf mannsins er ekkert annað en starfsemi heilans, sýn- ist öldungis ómögulegt að losna undan hinum járnhörðu lög- málum efnisins á nokkru sviði mannlegrar breytni. Frelsið er þá ekkert annað en ímyndunin tóm og siðgæðið einber hugarburður. Allt er lögum efnisins háð og bundið. Högum mannkynsins er nú svo komið, að eymd og eyð- ing, ægilegri en orð fá lýst, hlýtur að bíða þess, ef ekki tekst að finna þau ráð, sem duga, til rétts skilnings á mann- eðlinu og leiðsagnar mannkyninu til bjartari framtíðar. Gamlar kenningar, byggðar á trú einni saman, eru að missa áhrifavald sitt, án þess að raunsannar leiðbeiningar hafi komið í þeirra stað. Við svo búið má ekki standa. Hið fyrsta, sem gera þarf, er að fá skýrari yfirsýn varð- andi eðli mannsins sjálfs. Þessi spurning er engan veginn ný. Ég hef hér borið hana fram í því formi sem hún nú einkum birtist námsfólki í hin- um æðri menntastofnunum. En þessari spurningu hefur mannkynið verið að velta fyrir sér á sinni löngu leið til aukins vitræns þroska. Frá örófi alda, allt frá bernsku mannkynsins, hefur sú trú verið ríkjandi, að maðurinn sé tvískiptur að eðli, sé bæði líkami af sýnilegu efni og ósýnileg sál, sem stjórnar honum. En þegar þroski menningarinnar var kominn á það stig, að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.