Morgunn - 01.12.1965, Blaðsíða 33
MORGUNN
111
eru óbreytt og engin ný orsök kemur til sögu, er breyti við-
burðarásinni. Þó eru vísindin jafnvel tekin að draga í efa,
að þetta lögmál — orsakalögmálið — sé jafn algilt og menn
hafa viljað vera láta. En út í það skal ekki nánar farið hér.
Hins vegar liggur það í augum uppi, að við mennirnir erum
sífellt að breyta viðburðarásinni í heiminum og bæði í okkar
eigin lífi og annarra með vilja okkar, viti og oi’ku.
Mér virðist að líkja megi atburðarásinni - örlagastraumn-
um - við fljót, sem streymir fram, sums staðar lygnt en
annars staðar með iðukasti og hraða. Og við erum stödd á
þessu fljóti, hvert á sinni litlu kænu. Ef við iegðum árar í bát,
mundi straumurinn ráða stefnunni að öllu leyti, og mætti þá
segja, að hún væri fyrirfram ákveðin. En ef vilji og vit er
með í för og við leggjum út árar, þá getum við bæði hamlað
gegn straumnum og tekið nýja stefnu. En hitt getur og kom-
ið fyrir, að við gáum ekki að í tíma og bátinn beri um stund
inn í strauminn þar sem hann er harðastur og fáum þá við
ekkert ráðið.
Eins og glöggskyggnir menn geta oft séð fyrir hvert stefn-
ir, ef ekki er tekið í taumana í tíma, eins er sú tilgáta engin
f jarstæða, að í draumi kunnum við á stundum að geta fiskað
upp úr djúpum okkar eigin sálar hugboð um það, sem dag-
vitundin hefur ekki gert sér ljóst, og sjáum þá oft í mynd
eða líking hvernig fara muni fyrir okkur sjálfum eða öðr-
um, ef ekki er breytt um stefnu til þess að hindra það, eða
okkur verður ljóst, að þegar er orðið um seinan að gjöra
það. Ekki er heldur úr vegi að ætla — og margt í draumum
bendir mjög eindregið til þess —, að framliðnir vinir eða
aðrar vitsmunaverur, sjái það fyrir betur en við, hvað í
vændum er, og reyni að aðvara okkur, svo að við getum
forðazt það í tæka tíð, eða ef það er ekki unnt, þá að búa
okkur að einhverju leyti undir það, sem koma skal.
I þirðja lagi er sá möguleiki fyrir hendi, að hugsanir eða
áhrif frá öðrum lifandi mönnum, sem betur vita en við,
berist tii okkar í draumi sem fjarhrif eða hugsanaflutning-