Morgunn - 01.12.1965, Blaðsíða 18
96
MORGUNN
megináherzlu á hið andlega eðli mannsins. En á meðan guð-
fræðideildin er að efla og festa þá trú hjá hinum ungu guð-
fræðingum, að ósýnilegur andi eða sál mannsins stjórni öllu
lífi hans, þá er læknadeildin — rétt við hliðina á henni —
jafn sannfærð um, að sjálfsagt sé að taka ekki tillit til neins
annars en hinnar líkamlegu starfsemi í sambandi við kennslu
læknaefnanna. Meira að segja er þeim, sem stunda geðsjúk-
dómafræði, kennt í vaxandi mæli að treysta á sprautur,
skurðhnífa og rafmagnstæki, og snúa sér að heilanum en
ekki sálinni.
Að sjálfsögðu á sú spurning, sem áður getur, fyrst og
fremst heima á sviði sálarfræðinnar. Eðli hugans eða sálar-
innar er, eins og nafnið bendir til, höfuðviðfangsefni sálar-
fræðinnar, enda þótt ,,sálvísindi“ hafi í raun og veru ekki
lengur neinn áhuga á sálinni. Jafnvel orð eins og sál (mind)
eins og það var áður notað í alþýðumunni, er fremur snið-
gengið á síðari árum. Því er það, að sá, sem nú les nýjar
kennslubækur í sálarfræði eða fyrirlestra um það efni, sér
þar hvergi sálarinnar getið og lítið minnzt á mannsandann,
sem sjálfstæðan veruleika. f stað þess er þar rætt um mann-
lega ,,hegðun“ og samband hennar við heilann og tauga-
kerfið. Allt tal um samband sálar og likama er orðið úrelt.
Og sú skoðun, að mannsandinn sé sjálfstæður veruleiki, sem
starfi í sambandi við heilann og stjórni honum að einhverju
leyti, fyrirfinnst ekki lengur innan sálarfræðinnar.
Meðal sálfræðinga og raunar heimspekinga líka eru hinir
gömlu verjendur þeirra skoðana, að maðurinn hafi „eðli
tvenn“ — menn eins og William James, William McDougall,
Henri Bergson og Hans Driesch — horfnir af sviðinu, og
engir feta lengur í sporin þeirra. Kenningin um það, að mað-
urinn hafi sál, heyrir nú fortíðinni til á meðal sálfræðing-
anna.
En, þótt undarlegt megi virðast, telur þó enginn hinna
nýju spekinga sig geta sannað það, að mannsandinn sé að-
eins efnislegt fyrirbæri. Og engin rökstudd tilgáta er til um
það, hvað hin meðvitandi hugarstarfsemi sé i raun og veru.