Morgunn - 01.12.1965, Blaðsíða 78
156
MORGUNN
fyrirbæri verið vandlega flokkuð og aðgreind eftir sérkenn-
um þeirra.
1 þessari bók skýrir frú Rhine frá þeirri flokkun, um leið
og hún birtir til frekari skýringar mikinn fjölda frásagna
um hin dulrænu fyrirbæri, sem valdar eru úr hinu mikla
safni bréfa, sem þeim hjónunum hafa borizt við fyrirspurn-
um þeirra um þessi mál. Hér er það fólkið sjálft, sem segir
frá reynslu sinni. Að sjálfsögðu geta menn efazt um áreiðan-
leika einstakra frásagna. Þær eru ekki vottfest sönnunar-
gögn, heldur aðeins lýsing fólksins sjálfs á því, sem fyrir
það hefur borið. En sem heild gefa þær þó veigamiklar upp-
lýsingar um furður sálarlífsins og þá undarlegu hæfileika,
sem með mönnunum búa og hafa búið frá elztu tíð.
Bókin gefur víðtækt og gagnlegt yfirlit yfir þau marg-
háttuðu og flóknu viðfangsefni, sem bíða frekari rannsókna
og skýringa. Höf. sýnir með vísindalegri varfærni fram á
þær niðurstöður og tilgátur, sem rannsóknirnar hafa þegar
leitt til eða gefið í skyn. En einkum sýnir hún okkur hve
mikið skortir ennþá á það, að ná því marki, sem í rauninni
er mikilvægast alls, en hefur þó verið ótrúlega vanrækt af
vísindunum til þessa. En það er að þekkja sjálfan sig, sinn
innri mann, sína eigin sál. Og óneitanlega bendir margt til
þess, að sú þekking sé ennþá mikilvægari fyrir hamingju
mannsins og heilbrigt líf en þekkingin á efnisheiminum fyrir
utan okkur, þó mikilvæg sé.
Bókin er þýdd af séra Sveini Víkingi.