Morgunn - 01.12.1965, Blaðsíða 53
MORGUNN
131
legar fullyrðingar. Er þó alkunna, að vísindamenn nú á
tímum verða æ meira að takmarka rannsóknir sínar við
þröng svið, ef árangur á að nást. Þeir þurfa að sérhæfa þekk-
ingu sína og stefna að því að vita sem allra mest á sínu sér-
staka en litla sviði. Sérfræðingurinn beinir rannsóknum sín-
um að takmörkuðu svæði, og fyrir vikið lætur hann sér
óviðkomandi margt það, sem hann yrði að gefa gaum, til
þess að geta öðlazt heildarsýn yfir tilveruna. Vísindamaður,
sem sekkur sér niður í rannsóknir á líffræði eða lífeðlisfræði,
beinir athygiinni óskiptri að mannslíkamanum. Hann skipt-
ir sér ekkert af því, sem viðkemur persónuieika einstaki-
ingsins, greind hans, siðgæði eða trúarskoðunum, né heldur
af því, af hvaða þjóðerni hann er. Hvaða mannslíkami sem
er, er honum jafn kærkomið rannsóknarefni. Sama máli
gegnir um efnafræðinginn. Hann starfar á sínu sérsviði.
Hans áhugi beinist að byggingu og eigindum einda þeirra,
sem efnin eru samsett af, en hann lætur sig rannsókn á iif-
andi verum litlu skipta. Eðlisfræðingurinn rannsakar ör-
eindir atómsins og hyggst á þann veg komast að innsta
kjarna efnisins. En til þess verður hann að binda sínar rann-
sóknir við svo takmarkað svið, að hann sem eðiisfræðing-
ur, er manna sízt hæfur til þess að iáta í ljós heildarskoðun
á alheiminum. Því dýpra sem sérfræðingarnir sökkva sér
niður í rannsóknir sinna þröngu sérsviða, því fleira verður
útundan hjá þeim, sem þeir ekki hafa tíma til að sinna eða
mynda sér um rökstuddar skoðanir. Þessi mikia sérhæfing
í rannsóknaraðferðum nútímavísindamanna hlýtur því að
hafa þann galla í för með sér, að sérfræðingurinn öðlast ekki
hina víðfeðmu heildarsýn vegna þess, að hann verður að
einbeita sér algjörlega á afmörkuðu sviði. Einkenni efnis-
hyggjunnar er einmitt þetta, að hún hyggst að skýra allt út
frá sínu takmarkaða og þrönga sjónarsviði.
Þessi rök eru haria athyglisverð. Og því er rétt að athuga
nánar einmitt þessa leið, að leggja rannsóknir á því smáa
til grundvallar fyrir skoðunum á hinni stóru heild. Eðlis-
fræðingurinn ræðir um öreindir, sem hann nefnir protónur,