Morgunn - 01.12.1965, Blaðsíða 60
138
MORGUNN
var komit eftir henni af öðrum bæ. Fór hon þá þangat. Þá
var sent eftir Þorbirni, því at hann vildi eigi heima vera,
meðan slík hindrvitni var framit.
Veðrátta batnaði skjótt, sem Þorbjörg hafði sagt.
Þórdís spákona.
Þórdís bjó að Spákonufelli og leituðu margir hennar ráða,
því hún þótti bæði spök og framsýn. Hennar getur nokkuð
í Kórmákssögu og víðar. Einkar skemmtilegur og raunar
iærdómsríkur er frásöguþátturinn um silfur Koðráns bónda
á Giljá í Vatnsdal. En hann er að finna í Þorvalds þætti víð-
förla. Þar segir svo:
Þann tíma bjó Þórdís spákona út á Skagaströnd, þar sem
lieitir at Spákonufelli. Á einu sumri þá hon heimboð at Koð-
ráni at Giljá, því at hann var vinr hennar.
En er Þórdís var at veizlunni ok hún sá, hverr munur var
gerr þeira bræðra, þá mælti hon til Koðráns: ,,Þat legg ek
til ráðs með þér, at þú sýnir meira manndóm héðan af Þor-
valdi, syni þínum, en þú hefir gert hér til, því at eg sé þat
með sannendum, at fyrir margra hluta sakar mun hann
verða ágætari en ailir aðrir þínir frændr. En ef þú hefir á
nonum litla elsku at sinni, þá fá þú honum kaupeyri ok lát
hann lausan, ef nokkurr verðr til at sjá um með honum,
meðan hann er ungr.“
Koðrán sá, at hon taiaði slíkt af góðvilja, ok sagðist víst
mundu fá honum nökkut silfr. Lét hann þá fram einn sjóð
ok sýndi henni.
Þórdís leit á silfrit ok mælti: „Ekki skal hann hafa þetta
fé, því þetta fé hefir þú tekit með afli ok ofríki af mönnum
í sakeyri.“
Hann bar þá fram annan sjóð ok bað hana þar á líta.
Hon gerði svá og mælti síðan: „Ekki tek ek þetta fé fyrir
hans hönd.“
Koðrán spyrr: „Hvat finnur þú þessu silfri ?“
Þórdís svarar: „Þessa peninga hefir þú saman dregit fyrir