Morgunn - 01.12.1965, Blaðsíða 46
124
MORGUNN
í bága við það, sem menn hafa bitið í sig og ímyndað sér að
væri það eina rétta. Það er ekki fyrr en mönnum hefur tek-
izt að losa sig úr fjötrum erfikenninganna og geta litið á
staðreyndir fordómalaust, að vísindin fá notið sín. Og í raun-
inni var stórt skref stigið í þá átt á 17. öldinni. Og þessi
straumhvörf voru svo mikilvæg fyrir þróun visindanna, að
próf. Herbert Butterfield hefur i bók sinni: Uppruni nútíma
visinda, talið það merkustu straumhvörf veraldarsögunnar,
siðan Kristur kom í heiminn. Sumir sagnaritarar nefna þetta
hina „vísindalegu byltingu“.
Hinar gömlu raddir voru þó engan veginn að fullu þagn-
aðar. Þær gerðust allháværar um miðbik 19. aldar, þegar
Charles Damin birti þróunarkenningu sína og hugmyndina
um það, að mennirnir væru komnir af öpum. Sá árekstur
varð eins og oft áður á milii áhrifavalds hinna gömlu kenn-
inga (sköpunarsögu I. Mosebókar) og þeirra kenninga um
framþróun, sem reist var á staðreyndum, sem menn höfðu
veitt athygli.
Það, sem vísindin einkum finna trúnni til foráttu, er
áhrifavald hennar til hindrunar frjálsri hugsun. Vísinda-
maðurinn telur sannleikann vera það vald, er menn verði
að lúta í hverju efni, og hann keppi vísindin eftir að finna
með athugunum og tilraunum. Honum gremst að hlusta á
fullyrðingar, sem engin leið er að færa vísindalegar sann-
anir fyrir, en veita beri viðtöku í trú. Og hann telur, að
slíkar fullyrðingar eigi skilyrðislaust að víkja fyrir vísinda-
legri þekkingu.
Hinn trúhneigði visindamaður verður að viðurkenna, að
sannieikurinn hlýtur að vera aðeins einn. Honum er það
fyllilega ljóst, að hin vísindalega leit að sannleikanum á full-
an rétt á sér, og að henni beri að beita hvarvetna þar, sem
henni verður við komið. En hitt er honum jafnljóst, að
kjarni trúarinnar er einnig sannleikur, þótt hvorki verði
hann mældur né veginn á vog vísindanna, né fundinn með
sams konar athugunum og vísindin beita við efnisfyrirbær-
in. Hinn trúhneigði maður getur öðlazt þá innri reynslu, sem