Morgunn


Morgunn - 01.12.1965, Side 46

Morgunn - 01.12.1965, Side 46
124 MORGUNN í bága við það, sem menn hafa bitið í sig og ímyndað sér að væri það eina rétta. Það er ekki fyrr en mönnum hefur tek- izt að losa sig úr fjötrum erfikenninganna og geta litið á staðreyndir fordómalaust, að vísindin fá notið sín. Og í raun- inni var stórt skref stigið í þá átt á 17. öldinni. Og þessi straumhvörf voru svo mikilvæg fyrir þróun visindanna, að próf. Herbert Butterfield hefur i bók sinni: Uppruni nútíma visinda, talið það merkustu straumhvörf veraldarsögunnar, siðan Kristur kom í heiminn. Sumir sagnaritarar nefna þetta hina „vísindalegu byltingu“. Hinar gömlu raddir voru þó engan veginn að fullu þagn- aðar. Þær gerðust allháværar um miðbik 19. aldar, þegar Charles Damin birti þróunarkenningu sína og hugmyndina um það, að mennirnir væru komnir af öpum. Sá árekstur varð eins og oft áður á milii áhrifavalds hinna gömlu kenn- inga (sköpunarsögu I. Mosebókar) og þeirra kenninga um framþróun, sem reist var á staðreyndum, sem menn höfðu veitt athygli. Það, sem vísindin einkum finna trúnni til foráttu, er áhrifavald hennar til hindrunar frjálsri hugsun. Vísinda- maðurinn telur sannleikann vera það vald, er menn verði að lúta í hverju efni, og hann keppi vísindin eftir að finna með athugunum og tilraunum. Honum gremst að hlusta á fullyrðingar, sem engin leið er að færa vísindalegar sann- anir fyrir, en veita beri viðtöku í trú. Og hann telur, að slíkar fullyrðingar eigi skilyrðislaust að víkja fyrir vísinda- legri þekkingu. Hinn trúhneigði visindamaður verður að viðurkenna, að sannieikurinn hlýtur að vera aðeins einn. Honum er það fyllilega ljóst, að hin vísindalega leit að sannleikanum á full- an rétt á sér, og að henni beri að beita hvarvetna þar, sem henni verður við komið. En hitt er honum jafnljóst, að kjarni trúarinnar er einnig sannleikur, þótt hvorki verði hann mældur né veginn á vog vísindanna, né fundinn með sams konar athugunum og vísindin beita við efnisfyrirbær- in. Hinn trúhneigði maður getur öðlazt þá innri reynslu, sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.