Morgunn - 01.12.1965, Blaðsíða 69
Skyggna konan á Tamnesi
☆
Nýlega var ég að lesa í norsku blaði frásagnir um konu,
sem virðist vera gædd fjarskyggnigáfu í ríkum mæli. Kona
þessi heitir Inger Tamnæs. Hún er gift bónda nokkrum í
Röros í Þrændalögum og ekki langt frá landamærum Noregs
og Svíþjóðar. Byggð er þarna fremur afskekkt og vetrar-
ríki mikið.
Greinarhöfundurinn gerði sér ferð til þess að hitta þessa
konu, vegna þess, að á síðustu árum hefur mikið orð farið
af sérgáfu hennai'. Á meðan gestirnir drukku kaffi í eldhús-
inu, var sífellt verið að kalla á húsfreyjuna í símann. Hún
kvaðst sjaldan hafa frið fyrir símahringingum. Fólk hringdi
víðsvegar frá og gestagangur væri oft svo mikill, að hún
gæti lítið sinnt búskapnum.
Þegar hún var spurð um skyggnigáfuna og hvernig hún
lýsti sér, svaraði hún þvi til, að frá því hún fyrst myndi eftir
sér, hefði hún einhvern veginn vitað, hvar hver hlutur var
niður kominn. Ef eitthvað tapaðist á heimilinu, var við-
kvæðið jafnan þetta: „Spyrjið þið hana Ingu. Hún veit það“.
Og það brást sjaldan. Inga vísaði á hlutinn, hvar hann væri.
Seinna tóku svo ættingjar og nágrannar að leita til hennar,
ef eitthvað tapaðist, dautt eða iifandi. Og hún sagði til um,
hvar það væri, án þess að gera sér nokkra grein fyrir því,
hvernig þetta gerðist eða brjóta heilann um það.
En svo var það árið 1957, að hún les um það í blaði, að tvö
börn hefðu tapazt, villzt eitthvað upp um fjöll og heiðar, og
að leit að þeim hefði ekki borið árangur. Þá sér hún allt í
einu ljóslifandi fyrir sér staðinn, þar sem börnin eru. Og
hún var svo viss í sinni sök, að hún varð að segja frá þessu
tafai’laust. Börnin fundust eftir tilvísun hennar, og sagan