Morgunn - 01.12.1965, Blaðsíða 64
142
MORGUNN
mál hugsa, ef þetta berr saman, at þá munt þú skammt eiga
ólifat, en ella munt þú verða gamall maðr.“
Gunnarr mælti: „Veizt þú, hvat þér mun verða at bana?“
„Veit ek,“ segir Njáll.
„Hvat?“ segir Gunnarr.
„Þat, sem allir munu sízt ætla,“ segir Njáll.
Þegar Njálssynir höfðu vegið Höskuld Hvítanessgoða og
sögðu Njáli tíðindin, féll honum þetta þungt mjög og kvaðst
heldur vilja hafa látið tvo sonu sína og lifði Höskuldur. Þá
segir Skarphéðinn:
„Þat er nökkur várkunn, þú ert maðr gamall, ok er ván,
at þér falli nær.“
„Eigi er þat siðr en elli,“ segir Njáll, „at ek veit gerr en
þér, hvat eftir mun koma.“
„Hvat mun eftir koma?“ segir Skarphéðinn.
„Dauði minn,“ segir Njáll, „ok konu minnar ok allra sonn
minna.“
„Hvat spár þú mér?“ segir Kári.
„Erfitt mun þeim at ganga í mót giftu þinni,“ segir Njáll,
„því at þú munt þeim öllum drjúgari verða.“
Allar þessar spásagnir, sem nú hafa nefndar verið, rættust
bókstaflega, svo sem ljóst er af sögunni.
Að lokum skal sagt frá rýn Njáls um kvöldið áður en Flosi
og menn hans brenndu inni þau hjónin og sonu þeirra. Þeg-
ar Rergþóra hafði borið mat á borð, segir Njáll:
„Undarliga sýnist mér nú. Ek þykkjumst sjá um alla stof-
una, ok þykkir mér sem undan sé gaflveggirnir báðir, en
blóðugt allt, borðit ok matrinn.“
Flosi ÞórSarson.
1 Islendingasögum segir víða frá spádraumum. Ekki þykir
ástæða til að rekja þá hér, en flestir eru fyrir mannvígum
eða manndauða. Þó þykir rétt að segja hér frá draumi Flosa
á Svínafelli fyrir drápi brennumanna, enda er hann sérkenni-