Morgunn - 01.12.1965, Blaðsíða 49
MORGUNN
127
tök sín í efninu, er venjulega afar sólginn í skynjanaáhrifin
og beinir orku vélarinnar óspart til þess að afla þeirra skynj-
ana, sem hugurinn girnist og telur sér þægilegar? Vel mættu
þeir einnig segja okkur frá því, hvernig á því stendur, að
stundum ákveður líkamsvélin að sýna þessum skynjunum
lítinn sem engan áhuga, en dundar þess í stað við það sér til
gamans, að glima við stærðfræði eða heimspeki, eða hún
fæst við að reyna að ráða gátur tilverunnar og síns eigin
eðlis. Ekki væri heldur amalegt að fá að heyra fullnægjandi
skýringu á því, hvers vegna líkamsvélin getur jafnvel tekið
upp á því að fórna sjálfri sér án allrar nauðsynjar til þess
eins að fullnægja einhverri kröfu sjálfrar sín, sem hún
kallar hugsjón eða eitthvað það, sem sé lífinu dýrmætara.
Er þetta einhver sjúkdómur? Ef svo er, væri fróðlegt að
vita það fyrir víst. Og einnig hitt, hvers vegna þessi sjálf-
viljuga og að því er virðist óeðlilega ónýting líkamsvélar-
innar hefur í raun og veru orðið mannkyninu til óendanlega
miklu meiri blessunar en hin venjulegu og daglegu stöi’f
hennar.
Læknisfræðin hefur ýmislegt fram að fæi'a efnishyggj-
unni til stuðnings. Á það er bent, að breytingar á líkamlegu
ástandi hafi í för með sér breytingar á hugar- eða sálar-
ástandinu. Ef eitrun kemst í blóðið, eða við neytum ákveð-
inna lyfja, hefur það margvisleg áhrif á sálarlifið. Eða ef
vissir hlutar heilans verða fyrir skemmdum, veldur það
truflun vitsmuna á ýmsa lund. Þetta eru alviðui’kenndar
staði’eyndir. Breytingar á ástandi efnisheilans valda bi’eyt-
ingum á sálai’starfseminni. En þetta er ekki nægilegt til þess
að réttmætt sé að di’aga af því þá ályktun, að hugarstai’f-
semin eigi upptök sín í efnisheilanum, og sé ekkert annað en
ein hliðin á starfi hans. Þessu halda efnishyggjumennirnir
fi’am, en engin fullnægjandi sönnun er fyrir því fram kom-
in, að þeir hafi þar rétt fyrir sér.
Aðrar staðreyndir, sem ekki er síður vert að gefa gaum
að, eru þær, að hugarástandið getur engu siður oi'kað á
iikamann. Sterkar tilfinningar, eins og reiði, ást, ótti og