Morgunn


Morgunn - 01.06.1971, Page 24

Morgunn - 01.06.1971, Page 24
18 MORGUNN öruggari eðlisávísanir en mannskepnan, sem búið er að trylla í hávaða og múgsefjun hinnar svo kölluðu menningar. Kann þá ekki einnig svo að vera, að börn og frumstæðar þjóðir geti verið i öruggara guðssamfélagi en þeir hálærðu, sem annað hvort trúa engu, eða búa sér til guðfræðilega trú, samkvæmt takmörkuðum skilningi sinum? Hver sagði þetta: Nema þér verðið eins og börnin komizt þér alls ekki inn í guðsríki? Enn stangast þessi sálfræðilega klausa, sem höfundurinn er svo sæll yfir að geta prýtt ritgerð sína með, við skýlaus ummæli meistarans, og þannig getur vizka mannanna orðið heimska fyrir Guði. Hvað kennir guðf ræði deil d- in um eilífðar- málin ? Af ritgerðum guðfræðinema í þessu sama hefti má fræðast nokkuð um þessi efni, með- al annars þetta: Dauðinn er afleiðing erfðasyndarinnar. Hann er hræðilegur! Jafnvel Frelsarinn sjálfur, guðs eingetinn sonur, tók að skjálfa og láta hugfallast þegar dauðastundin nálgaðist. „Þar var örvilnun og hræðsla, sem Guðs sonur ris varla undir.“ Enda mætir Jesús ekki dauð- anum sem vini, heldur skæðum óvini. Hann berst við þennan óvin og leggur hann að velli. Hvergi í Nýja testamentinu er gert ráð fyrir sambandi milli dauðra og lifandi, möguleika þess né þörf. (Hér gleymist alveg að geta um sambandið, sem Jesús hafði við lærisveina sína eftir dauðann). Hugmyndin um lif sálarinnar eftir dauðann er grísk, það er að segja ,heiðin“, og því ekkert mark á henni takandi. I3ó er ekki örgrannt um að örla kunni á svipuðum hugmyndum í Opinberunarbókinni, þar sem gefið er í skyn, að sálimar leiki á hörpur og syngi frammi fyrir hásætinu, íklæddar hvítum skikkjum. En sáradauf hlýtur sú tilvera að vera, þar sem sálimar fá ekki sinn góða og gamla skrokk fyrr en við endalok tímanna, þegar Kristur kemur aftur i skýjum himins til að dæma lifendur og dauða. Þá færist fyrst líf i tuskumar. Reyndar mun nú þetta eiga að vera eins konar yfirlit um það, sem Biblian kennir um eilífðarmálin. En það liggur i loft- inu, að ekki komi til greina að gera sér aðrar hugmyndir um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.