Morgunn


Morgunn - 01.12.1981, Page 5

Morgunn - 01.12.1981, Page 5
ÞÓR JAKOBSSON: INNGANGUR Séra Jón Auðuns, fyrrverandi dómprófastur, lést á síðastliðnu sumri. Við minnumst hans í þessu hefti með kveðju frá stjórn Sálar- rannsóknafél. Islands og með minningarorðum Sr. Óskars J. Þorláks- sonar, fyrrverandi dómprófasts og samherja Sr. Jóns við dómkirkj- una. Sr. Jón Auðuns var forystumaður sálarrannsókna á Islandi um árabil, forseti Sálarrannsóknafélags Islands og ritstjóri Morguns. Forystu hans, óslökkvandi áhuga á framgangi sálarrannsókna sann- leikanum samkvæmt og atorku hans á ritvelli og ræðustóli verður lengi minnst. Oft hefur staðið styr um sálarrannsóknir á Islandi, hvað sem síðar verður. Tii vitnis um hið mikilvæga starf Sr. Jóns Auðuns til styrktar málefninu, er endurprentuð lítil grein sem Ævar R. Kvaran skrifaði i Morgni árið 1975 i tilefni af sjötugsafmæli Sr. Jóns. Um annað efni í heftinu er þetta að segja í stuttu máli: Það hefst á ljóði eftir Yngva Jóhannesson, ort til minningar um bróður hans, skáldið og sálarrannsóknamanninn Jakob Jóh. Smára. Guðlaug Elisa Kristinsdóttir segir frá sálarrannsóknaþingi i Eng- landi sl. sumar. Ævar R. Kvaran, fyrrverandi ritstjóri Morguns, lýsir í grein sinni vanda miðilsstarfsins. Matthías Eggertsson, ritstjóri búnaðarblaðsins Freys, greinir frá athyglisverðri kenningu um þróun mannsheilans. Þá kemur síðasta viðtal Hildar Helgu Sigurðardóttur við kunna dulsálarfræðinga á alþjóðlegu þingi í Reykjavík 1980. Þorbjörn Ásgeirsson skrifar m.a. um drauma frá sjónarmiði Nýal- sinna. Að lokum er greinasyrpa „úr heimi vísindanna" eftir ritstjóra, ritstjórarabb og fréttir frá sálarrannsóknafélögum.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.