Morgunn


Morgunn - 01.12.1981, Side 11

Morgunn - 01.12.1981, Side 11
SÉRA ÓSKAR J. ÞORLÁKSSON: SÉRA JÖN AUÐUNS fyrrv. dómprófastur MINNING (Mbl. 19.7. 1981) Séra Jón Auðuns, fyrrverandi dómprófastur, lést í Land- spítalanum í Reykjavík 10. júlí sl. og verður á morgun (mánudag) kvaddur hinstu kveðju frá Dómkirkjunni þar, sem hann starfaði sem prestur í nærri þrjá áratugi og lengst af þeim tíma sem prófastur í Reykjavíkurprófasts- dæmi, fjölmennasta prófastsdæmi landsins. Áhrifa hans sem dómprófasts gætti mjög í kirkjulífi Reykjavíkur um hans daga. Á þessum árum hefur, eins og kunnugt er, orðið mikil fólksfjölgun í Reykjavík, og margvislegar breytingar á kirkjumálum Reykjavíkur. Séra Jón var fæddur á Isafirði 5. febrúar 1905, sonur hjónanna Jóns Auðuns, framkvæmdastjóra og alþingis- manns, frá Garðsstöðum í ögurþingum, og Margrétar Guð- rúnar Jónsdóttur, prests á Stað á Reykjanesi, Jónssonar. Séra Jón ólst upp hjá foreldrum sínum á Isafirði, en þau voru kunnir borgarar á Isafirði á sinni tíð og höfðu mikil umsvif þar vestra um áratugi. Hefur séra Jón lýst æsku- heimili sínu á Isafirði og dvöl sinni í Ögri við Isafjarðar- djúp mjög skemmtilega í bók sinni ,,Líf og lífsviðhorf". Hann lauk stúdentsprófi í Reykjavík 1924, og er það í minnum haft, hve margir af þessum stúdentaárgangi hófu

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.