Morgunn


Morgunn - 01.12.1981, Page 17

Morgunn - 01.12.1981, Page 17
MINNING 111 Johannessen, átti við hann sjötugan, lýsir séra Jón því, hve djúp áhrif séra Haraldur Níelsson hafði á hann. Um hann segir séra Jón m. a.: „Hann leiddi mig inn í hinn auðuga heim trúarbragðanna, opnaði augu mín fyrir því, hve ótal margt er sameiginlegt í öllum æðri trúarbrögðum. Þetta varð auðvitað til þess, að ég hef síðan ekki getað samsinnt því, að kristindómurinn sé hin eina lausnarvon mannkynsinns. Maður getur t. a. m. ekki hugsað sér að lélegir kristnir menn eigi í krafti trúar sinnar að erfa himnaríki, en ekki menn eins og Tagore.“ Að því er virðist gengur slík víðsýni guðlasti næst um þessar mundir, að áliti presta kirkjunnar íslensku; að ekki sé nú talað um hinn skelfilega spíritisma! Það þurfti hugrekki til þess að fylgja einhuga og opin- berlega að málum hinum djörfu brautryðjendum spírit- ismans á 2. tug þessarar aldar, þeim Einari H. Kvaran og Haraldi Níelssyni. Og það stóð ekki á séra Jóni Auðuns. Og hann er enn ómyrkur í máli árið 1975: „Séra Haraldur Níelsson hafði þau áhrif á mig í sambandi við spíritismann — og það er enn niðurstaða min, þótt ég hafi á löngum tíma breytt um skoðanir á ýmsum efnum í sálarrannsókn- um — að sá kjarni sannfæringar hans og boðskapur sé réttur, að eigi boðun kristins dóms framtíð, þá verði að leiða að því einhver skynsamleg rök, að mannssálin lifi líkamsdauðann. Til þess nægir engin bók, jafnvel ekki Biblían.“ Nú er svo komið, að slíkar skoðanir eru taldar af illum toga spunnar og í þeirra stað boðaðar ofsóknir á hendur frjálsri hugsun í trúmálum og jafnvel blátt áfram bann lagt við beitingu vitsmuna í þeim efnum. En vitanlega er það allt unnið fyrir gýg, því ofstæki vekur jafnan hlátur hjá Islendingum. Séra Jón Auðuns hefur á löngum starfsferli og farsælum verið mikill áhrifamaður sökum málsnilldar og mælsku og verið jafnvígur á ræðustóli sem ritvelli. Hann er ann- álaður prédikari. Það er engum vafa undir orpið, að hin

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.