Morgunn


Morgunn - 01.12.1981, Page 21

Morgunn - 01.12.1981, Page 21
ALÞJÓÐLEGT MOT sAlARRANNSÓKNAMANNA 115 GORDON HIGGINSON forseti breska sálarrannsókna- félagsins kom fram eitt kvöldið og flutti skyggnilýsingar, sem voru mjög merkilegar. Guðmundur Einarsson álítur hann með bestu skyggnilýsingarmiðlum, sem nú eru uppi. Á sömu skoðun er séra Sigurður Haukur Guðjónsson, sem hefur kynnt sér slíkt hæfileikafólk sérstaklega erlendis. Þá vil ég minnast á ANDRIJA PUHARICH, sem er læknir, fyrirlesari og vísindamaður, og hefur fengist mikið við rannsóknir á dulrænum fyrirbærum. Dr. Puharich hef- ur ritað margar bækur um þessi efni, m.a. um URI GELLER, sem fæddur er í ísrael, og vakið hefur mikla athygli fyrir undraverða sálræna hæfileika sína. Puharich hefur komið tvívegis til Islands. Fyrst árið 1970, er hann hélt fyrirlestra, og sýndi m.a. myndir af brasilíumanninum ARIGO, lækningamiðli, og síðar árið 1977 á ráðstefnu vísindamanna, sem haldin var í Reykjavík. Andrija Puharich er sérlega skemmtilegur fyrirlesari. Hann hélt tvö erindi á ráðstefnunni. Hið fyrra nefndi hann „The Spiritual and the Paranormal“ eða „hið andlega og til hliðar við hið þekkta“. Ég ætlaði að taka upp á segul- band erindi Puharich, en var vinsamlega beðin um að stöðva upptökutækið. Enda kom margt fram svo sem spá- dómar um náttúruhamfarir og hinar ótrúlegustu frásagnir. Hann gat þess, að 7 lönd í heiminum stunduðu rannsóknir á fjarhrifum í hernaðarlegum tilgangi, en vildi ekki láta þeirra getið. Hann talaði um hið dulda vald, sem ekki væri alltaf af góðum toga spunnið, nokkurskonar ,,svartigaldur“ og varpaði fram þeirri sþurningu: „Hverskonar stjórnanda hefur þú á bak við þig, hinn illa eða hinn góða?“ Dr. Puharich sagði frá tilraunum sínum með Uri Geller á árun- um 1972—74, og ég vil sérstaklega geta þess, að þar kom alls ekkert fram, er staðfesti á nokkurn hátt afar neikvæð ummæli „þekkts sjónhverfingamanns“ í viðtali við Morg- unblaðið á dögunum varðandi Uri Geller. Eins og fyrr getur voru frásagnir Puharich t.d. um spádóma allhrika- legar, og því var ekki vert að festa þær á tónband að sinni.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.