Morgunn


Morgunn - 01.12.1981, Page 28

Morgunn - 01.12.1981, Page 28
122 MORGUNN hlýða á KRISHNAMURTI. Hann hélt fyrirlestra laugar- dag og sunnudag, og hlýddum við á þá báða. Síðari daginn sat ég rétt fyrir framan hann, meðan á fyrirlestrinum stóð, og gat virt fyrir mér þennan 86 ára gamla heimspek- ing, sem hinn kunni skyggnimiðill, LEBBITER, uppgötv- aði, er Krishnamurti var 14 ára gamall. Sá hann þar á ferðinni afar skært ljós. Krishnamurti er lágvaxinn og grannholda, teinréttur og liðlega vaxinn. Þó er auðséð, að líkamsþróttur hans fer þverrandi. En hugsun hans er skýr, og hann mælir af vör- um fram hnitmiðaðar setningar. Hann talaði á hvorum fyrirlestrinum í eina klukkustund og 15 minútur, og hélt óskiptri athygli þeirra 2000 manna, er á hann hlýddu. Nokkrir Islendingar aðrir voru þarna viðstaddir. Ég hef geymt það þar til nú siðast að geta um frekari þátt íslands á ráðstefnu sálarrannsóknamanna, en ÖRN GUÐMUNDSSON, varaforseti SRFl, flutti erindi og sýndi litskuggamyndir af áru og bliki mannsins, sem eiginkona hans, ERLA STEFÁNSDÓTTIR, hefur teiknað, eins og það kemur henni fyrir sjónir. Teikningarnar eru reyndar ófullkomnar miðað við það, sem Erla sér. Það þarf ekki að draga dul á það, að teikningarnar vöktu verðskuldaða at- hygli á ráðstefnunni. Erla er tónlistarkennari og spilaði einmitt undir á píanó, er við sungum síðasta kvöldið á ráðstefnunni. Að lokum: Næsta alþjóðlega ráðstefna sálarrannsókna- manna verður væntanlega haldin eftir 3 ár í Gautaborg. Gildi slíkrar ráðstefnu getur verið margþætt. Ýmiskonar fræðsla er flutt af lærðum og leikum. Skýrt er frá vísindalegri og persónulegri reynslu. Eins gefst kostur á að kynnast hæfileikafólki á þessum sviðum, og persónuleg kynni og samskipti myndast meðal þessa áhugafólks á „þýðingarmesta málefni í heimi“ eins og Einar H. Kvaran orðaði það.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.