Morgunn


Morgunn - 01.12.1981, Page 32

Morgunn - 01.12.1981, Page 32
126 MORGUNN leika. Og þegar prestarnir vakna einnig til þess að hefja samvinnu við miðla um lækningu sjúkra, og beita til þess bænarorku sinni, þá má fara að búast við stórkostlegum árangri. Og er það ekki einnig í fullu samræmi við kærleiks- kenningar kristninnar að læknar, miðlar og prestar taki höndum saman til að hjálpa þeim meðal okkar sem þjást? Það er tortryggnin ein sem hér er þrándur í götu, og henni má eyða með því einu að kynna sér persónulega það sem menn óttast í þessum efnum, því tortryggnin er dóttir vanþekkingarinnar. Við þá lesendur mína, sem kunna að hafa orðið varir við sálræna hæfileika í fari sínu og fengið af þeim ástæð- um áhuga á að verða miklir og frægir miðlar eins og Haf- steinn Björnsson, vil ég segja þetta: Ertu reglusamur? Ertu reiðubúinn að leggja á þig margra ára þjálfun, svo aldrei bregðist? Þegar búið er að ákveða tiltekinn tíma vissan dag í viku hverri þýðir ekki að hringja einhvern daginn og segja að maður eigi afmæli eða neitt þess háttar. Þetta verður að vera eins og starf leikarans sem verður að mæta á sviðinu hvernig sem ástatt er heima hjá honum. Og svo er enn ein spurning sem ekki er veigaminnst: Þekkirðu nokkrar hæfar persónur til þess að annast þessa þjálfun, sem búa yfir nægri þekkingu til þess? Þessar manneskjur mega heldur aldrei bregðast. Ég vona að þessi fáu orð gefi nokkra hugmynd um að þetta er ekki eins auðvelt og fólk heldur. Það er eins með fólk sem hefur meðfædda hæfileika og þá sem hafa frá fæðingu ríka tónlistargáfu; það er ekki nóg að hafa þetta; allur árangur veltur á þrotlausu starfi. En svo ég snúi mér aftur að sálræna fólkinu þá vil ég að minnsta kosti ráðleggja því að kosta kapps um að læra sem mest um þessi efni áður en farið er að beita slíkum hæfileikum að ráði. Slíkan fróðleik má m.a. finna í tíma- ritum Sálarrannsóknafélagsins og Guðspekifélagsins og ýmsum bókum sem um þessi mál fjalla. Umfram allt vil ég

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.