Morgunn


Morgunn - 01.12.1981, Side 40

Morgunn - 01.12.1981, Side 40
134 MORGUNN með sína sérstöku greind, sína eigin skynjun á tíma og rúmi, eigin minni og eigin vilja.“ Köstler bætir við, að á sama tíma og „gömlu heilarnir“, sem stjórna eðlishvötum og líffœrum, hafi staðið í stað, þá hafi nýi heilinn þróast með ógnarhraða siðustu hálfu milljón árin, sem sé einstœtt i þróunarsögunni. Þessi þróun hefur verið svo ör, að líkja má henni við vöxt krabbameins. Ýmis dæmi eru til um ,,mistök“ þróunarinnar. Má þar nefna írska hjörtinn, sem var svo hornprúður að hann hætti að ná til jarðar til að bíta gras og dó út, eða skjöldur skjaldbökunnar, sem gerir hana ósjálfbjarga ef hún liggur á bakinu. Vaggan strangt fangélsi Annað líffræðilegt einkenni við manninn er, að afkvæmi hans geta ekki bjargað sér á eigin spýtur mörg fyrstu ævi- árin, og þau eru þannig lengur háð foreldrunum en nokkrar aðrar lífverur. Vaggan er strangara fangelsi en poki keng- úrunnar. Þetta ófrelsi hefur varanleg áhrif á manninn og það er án efa að hluta skýringin á því, hve maðurinn er fús til að beygja sig undir yfirvöld, bæði einstaklinga og hópa. Á sama hátt er þetta að nokkru leyti skýringin á veikleika manna fyrir sefjun gagnvart lærimeisturum og siðferðilegum boðum og bönnum. Heilaþvotturinn hefst í vöggunni. Fyrsta sefjunin, sem dáleiðari hefur í frammi, er að sá sem dáleiða skal skuli opna sig fyrir sefjun dá- leiðandans. Hið hjálparlausa barn verður fyrir hinu sama. Barnið er gert að viljugu móttökutæki af tilreiddri trú. Þegar Freud boðaði, að stríð væri afleiðing af saman- safnaðri árásarþörf, þá hafði fólk tilhneigingu til að trúa honum, vegna þess að það fann til sektar þó að hann sann- aði mál sitt hvorki með sálfræðilegum né sögulegum rök- um. Sérhver sá, sem barist hefur í stríði, getur borið vitni um, að árásartilfinning gagnvart einstaklingum í óvina- hernum skiptir varla nokkru máli í bardaganum. Hermenn hata ekki. Þeir eru hræddir, þeim leiðist, þeir þrá kynlíf

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.