Morgunn


Morgunn - 01.12.1981, Page 43

Morgunn - 01.12.1981, Page 43
VIÐTAT, VIÐ GERTRUDE SCHMEIDI ,ER 137 tilraunahópum eru gefnar í samræmi við viss persónuein- kenni hjá hvorum hópum fyrir sig.* Svo ég útskýri þetta aðeins nánar, þá er þarna um að ræða mjög víðtækt rann- sóknarsvið innan dulsálarfræðinnar, þ. e. persónueinkenni þeirra, sem búa yfir yfirskilvitlegri skynjun, hafa „gáfur“, eins og stundum er sagt. Snemma eftir að rannsóknir á yfirskilvitlegum hæfileik- um hófust með nútímasniði, kom í ljós að persónuein- kenni gegna veigamiklu hlutverki í þessu samhengi og rannsóknir á því, með hverjum hætti þau geri það, hafa verið aðalviðfangsefni mitt á þessu sviði. Einnig virðist skipta miklu máli, þegar tilraunir eru framkvæmdar, hvort þeir, sem taka þátt í þeim, eru trú- aðir á jákvæðan árangur. Þar koma fyrrgreindar nafn- giftir til sögunnar. ,,Sauðir“ eru þeir kallaðir, sem trúaðir eru á yfirskilvitlega skynjun og mátt hennar, en „hafrarnir" eru hinir vantrúuðu.“ ,.Margir leyndardómar, sem á eftir að afhjúpa“. „Það eru margir leyndardómar, sem á eftir að afhjúpa í dulsálarfræðinni. En hvað varðar persónueinkenni þeirra, sem rannsóknir hafa verið framkvæmdar á, er aug- Ijóst að þau eru þáttur, sem gefa verður gaum að og at- huganir á þeim eiga eftir að hjálpa okkur áleiðis í áttina til aukins skilnings," segir dr. Schmeidler. „Þeir þátttak- endur, sem ná bestum árangri við tilraunir, eru yfirleitt opinskátt fólk og jákvætt í lífsviðhorfum sínum almennt. Fólk, sem er innhverft og upptekið af sjálfu sér, sýnir aftur á móti slakari árangur. Spil eru sígilt rannsóknartæki til að kanna yfirskilvit- lega skynjun. Ef fólk getur rétt til um hvaða spil það muni draga oftar en fimmta hvert skipti, teljum við að um annað en tilviljun geti verið að ræða. Sbr. samlíkinguna i Matt. 25, 32-33. Ritstj.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.