Morgunn


Morgunn - 01.12.1981, Side 46

Morgunn - 01.12.1981, Side 46
140 MORGUNN Þ. Að lesa Nýalana eftir dr. H.P. sem eru sex talsins, Nýall, Ennnýall, Framnýall, Viðnýall, Sannnýall og Þá- nýall, ásamt tímaritinu ,,Lífgeislar“ og öðrum bókum sem Félag Nýalssinna hefur gefið út. Einnig get ég gefið þér takmarkaðar upplýsingar um þessa kenningu, ef þú vilt. S. Hvaða afstöðu takið þið til annarra trúarflokka? Þ. Fyrst vil ég afdráttarlaust fyrirbyggja þann misskiln- ing, að Félag Nýalssinna sé trúarfélag, heldur er það þvert á móti. Kenning þessi er uppbyggð á vísindalegum grunni. Það skiptir því engu máli hvaða trúarbrögðum maðurinn tilheyrir. Kenning þessi er ekki að rífa niður trúarbrögðin sem slík, heldur að víkka út sjóndeildarhring þess, svo að vitneskja komi í stað þess að trúa í blindni. S. Hvernig getið þið verið svona vissir um að kenning- in sé rétt? Þ. Fyrst er að vita hvað draumur er. Er draumurinn sambandsskynjun eða er hann eitthvað sem hugurinn býr til? Þessari spurningu getur hver einstaklingur svarað ef hann veit hvernig fara skal að. Þegar rannsaka á eitthvað, verður athugarinn skilyrðislaust að vera sannsögull við sjálfan sig, þar sem niðurstaðan getur kollvarpað fyrri sannfæringu hans. (Það er sagt að vísindastéttin sé sann- sögulasta stétt hér á jörðu). Með þetta að leiðarljósi hefj- umst við handa og athugum hvort hugurinn geti framleitt fullkomna mynd. Þú byrjar á því að framkvæma einhverja hreyfingu, sest síðan niður og hugsar þér, að þú sért að gera þessa sömu hreyfingu. Þá finnurðu að þú hefur ekki glögga tilfinningu fyrir því, að þú sért að framkvæma þessa hreyfingu, þegar þú aðeins hugsar þér það, heldur aðeins mismunandi glögga endurminningu um hreyfinguna. Það bendir til að heilinn hefur ekki hæfileika til að framkalla í huganum fullkomna mynd og tilfinningu fyrir hugsaðri hreyfingu eins og þú værir að framkvæma hana. En þegar þig dreymir að þú sért að ganga, þá finnurðu að þú ert að ganga. Allar tilfinningar þínar segja þér að fætur og hendur

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.