Morgunn - 01.12.1981, Qupperneq 55
149
„ÚR HEIMI VÍSINDANNA11
þegar vel liggur á mönnum, en jafnframt svo geigvænleg,
að menn hafa í rauninni ekki skynjað hana til fulls, til-
einkað sér hana og fellt hana inn í heimsmynd sina.
1 augum flestra er þetta ankanaleg spariþekking, sem
kemur ekkert bensínverði við né einu né neinu í dagsins
önn. En hvort sem þér sjálfum finnst þörf á að átta þig
eða ekki og huga að afstöðu þinni eða annarra, afstöðu
lífsins og jarðarinnar til þessa alheims, þá er hann þarna
samt í öllu veldi sínu, furðulegri en nokkurn speking fyrri
tíða óraði fyrir.
Þú staldrar þó kannski við, þegar þú ert á þetta minnt-
ur og tuldrar: ,,en skrítið“ og einstaka hrifnæmur stjörnu-
glópur finnst sem hann sé á Kjarvalsstöðum að dást að
málverki, sem vel má þó gleymast strax og út er komið.
Vissulega er það vel dregið stjörnumálverkið á himin-
hvolfinu, en spurningin er: kemur það nokkrum við nema
stjörnufræðingum?
Ekki veit ég öruggt svar við þessu frekar en aðrir, en
mér segir samt svo hugur um, að mannkynið og skepnan
öll eigi þrátt fyrir strjálbýlið í himingeimnum meiri þegn-
skaparrétt á bænum þeim en okkur er ljóst enn sem komið
er. Tignarleg heimsskoðun stjörnuspekinnar hefur beðið
skipbrot, en við trúum því að náttúran sé söm við sig og
í samræmi hvar sem við dræpum fæti nær eða fjær í fjar-
lægum vetrarbrautum. Þannig værum við altént í órjúf-
anlegum tengslum við alheiminn þrátt fyrir allt, háð lög-
málum hans, þótt á annan veg væri en forfeður okkar
ætluðu.
„Ætt þín er rakin
aftur — í Ijós og mold.“
Við furðum okkur á vegalengdunum, en þar með reynd-
ar á bakhlið rúmsins, tímanum, og öllum breytingum, sem
hafa átt sér stað um milljónir ára: jarðsögunni og þróun
lífsins fram á okkar dag.