Morgunn


Morgunn - 01.12.1981, Page 60

Morgunn - 01.12.1981, Page 60
154 MORGUNN arinnar umhverfðist og ótal tegundir plantna og dýra náðu sér aldrei fyllilega eftir geimskotið mikla. Aðrar lifðu af breytinguna, og nú erum við fjarskyldir ættingjar risaeðl- anna að komast á snoðir um hörmungarnar sem yfir dundu skelfingarnóttina köldu fyrir 65 milljónum ára. Efasemdir Smástirniskenningin er ekki sönnuð til fulls og aðrar skýringar koma enn til greina. Kenning þessi á upptök sín í þeirri uppgötvun jarðfræðinga, að óvenjumikið af frumefninu iridíum hefur fundist í 65 milljóna ára jarð- lögum víðs vegar á hnettinum. Frumefni þetta er annars óalgengt á jörðinni, en algengt í loftsteinum í geimnum. Ýmsir fræðimenn telja hið mikla magn þessa frumefnis hafa safnast fyrir í jarðlögum þessa tímabils fyrir tilstilli hafstrauma og hagstæðrar setlagamyndunar. Aðrir að- hyllast sendingu af himnum. En ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið. Jafnvel þótt víst væri talið að smástirni á glapstigum, ca. 10 km að þvermáli, hefði hæft jörðina með brauki og bramli og splundrast í agnir, er ekki þar með víst, að útrýming risaeðla og annarra skepna hafi fylgt í kjölfarið. Fulltrúar veðurfarsbreytinga meðal vísindamanna hafa enn ekki lagt árar í bát og finna margt til foráttu kenningunni um um- ferðarslys í geimnum. Flestir voru vantrúaðir á landrekskenninguna, þegar henni var ýtt úr vör: kenninguna um rek landa og heilla heimsálfa á yfirborði jarðar. Frekari sönnunargögn vant- aði og fyrst að þeim fengnum var kenningin talin góð og gild. Smástirniskenningin um endalok risaeðlanna þarf frekari vitni til að standast strangar yfirheyrslur vísind- anna. Kannski er hún röng, kannski er hún rétt. En það er óvissan og leitin sem einkennir vísindin og gerir þau spennandi, þótt ánægjulegt sé að komast að

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.