Morgunn


Morgunn - 01.12.1981, Page 64

Morgunn - 01.12.1981, Page 64
158 MORGUNN og síðast fólk með heilahólf, sem eru um 95% af höfuð- kúpurýminu, hvorki meira né minna. Hjá mörgum sem teljast til síðastnefnda hópsins, á alvarleg fötlun sér stað, en stórtíðindi þykja, að um helmingurinn í þessum flokki virðist stálsleginn og með gáfnastig yfir 100 — þ.e.a.s. gáfur meiri en í meðallagi alls þorra manna, samkvæmt gáfnaprófum. Að sögn John Lobers er örðugt að meta nákvæmlega þyngd heilans í stærðfræðinemanum sem áður var nefnd- ur, en sennilega er hann milli 50 og 150 grömm og alla vega hvergi nálægt meðalþyngd (1.5 kílógrömm). Hvernig í dauðanum er hægt að komast af með heila af svo skorn- um skammti og jafnvel spjara sig eins og þessi ungi mað- ur, spyr prófessorinn? Lorber ályktar í fyrsta lagi, að óhemjumikil sparigeta sé fyrir hendi í heilanum, líkt og í nýrum og lifur. Ef hluti heilans skaddast, hleypur annar í skarðið, og getur þetta bersýnilega gerst í miklu ríkara mæli en talið hefur verið. 1 öðru lagi heldur hann því fram, að heilabörkurinn sé í rauninni ekki jafn mikils megandi og menn hafa haldið til þessa. Hin dýpri lög heilans, en svo vill til að þau verða síst fyrir barðinu á heilavatnssýkinni, eru ekki jafn „frum- stæð“ og af er látið. Með þessum tilgátum tveim kemur hann við kaunin á helgum hugmyndum heilafræðinnar og hafa þvi eins og við á í vísindunum hafist rökfimiskylmingar með fræði- mönnum samtímis þvi, að víðtækari rannsóknir fara fram á uppbyggingu heilans. Þar eru enn ónumdar heimsálfur og margt ókannað. 6. mars 1981.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.