Morgunn - 01.12.1981, Síða 66
160
MORGUNN
Þessi stutta grein vakti mikla athygli og örvaði mjög
bollaleggingar og vísindalegar rannsóknir í þessum efnum.
Við gefum þeim félögum orðið:
Engar kenningar eru enn á boðstólum, sem gera mönn-
um kleift að meta á áreiðanlegan hátt líkindin á eftirtöld-
um meginatburðum tilveru okkar: í fyrsta lagi á myndun
reikistjörnu eða hnattar á borð við hnetti sólkerfis okkar,
í öðru lagi uppruna lífs og í þriðja lagi á þróun samfélaga
sem búa yfir háþróaðri vísindalegri þekkingu.
Þótt fullan skilning skorti á þessum undirstöðum mann-
legrar tilvistar má þó ætla, að stjörnur (þ.e.a.s. sólir) svip-
aðrar gerðar og okkar eigin ágæta sól fari ekki einar sam-
an ef svo mætti segja: hnattkrili sveima umhverfis slíka
sól. Sumir þessara hnatta eru þannig gerðir og settir i sól-
kerfi sínu, að lífinu tekst að hreiðra um sig. Líkt og á
okkar jörð endur fyrir löngu, kviknar líf í faðmi dauðrar
náttúru.
Áramilljónir líða og þá kemur að því líkt og á okkar
jörð ekki alls fyrir löngu að vitverur verða til. Skynjun og
skilningur eykst smám saman, en að vísu ekki þrautalaust.
Stundum nær blindan og misskilningurinn undirtökunum,
þessi vitiborna vera fellur í gamla farið og vitleysan ræður
rikjum. Þess í milli rofar til og veran tekur sprett fram
á leið í leit að sannleikanum.
Við menn, vitsmunaverurnar í þessu sólkerfi, vitum
margt en ekki enn, hversu lengi slík „þjóðfélög" gætu
verið við lýði. Ekki er þó út í bláinn að ætla, að sums stað-
ar séu til samfélög margfalt eldri en okkar, jafnvel svo
gömul að aldurinn jafnist á við jarðsögutímabil, tugi og
hundruð milljóna ára. Það má því búast við að í þessum
stöðum langt, langt úti í geimnum í grennd við einhverja
sól sem minnir á okkar sól sé ,,menning“ með vísindalegan
áhuga og tæknikunnáttu á miklu hærra stigi en hér tíðkast.
Forskot þessara fjarlægu meðbræðra í lífsins leik er
vísast mun meira en okkar yfirburðir gagnvart kettinum
okkar, hundi og hesti og öðrum dýrum í kringum okkur.