Morgunn


Morgunn - 01.12.1981, Side 67

Morgunn - 01.12.1981, Side 67
161 „ÚR HEIMI VÍSINDANNA“ En hvað skyldu þeir hafa fyrir stafni þessir náungar í ókunnum sólkerfum — af því tagi, sem kæmi okkur við? Skyldi þá gruna að hér við þessa sól okkar, sem þeir sjá í sjónaukum sínum, sé lítill hnöttur iðandi af lífi, plöntum, dýrum — og þar á meðal eitt aðsópsmeira en önnur dýr, fer um á fótum tveim og virðist í mörgu furðu frumlegt. Erum við í siktinu hjá þeim? Nú þegar á skrá eins og nýfundin mosategund hjá grasafræðingi? Eru þeir jafnvel að reyna að ná sambandi við okkur með hætti, sem enginn skilningur er á „hérjarðar“, enn sem komið er? Útvarp Epsilon Eridani Cocconi og Morrison i’eyndu að giska á, hvaða brögðum fjarlægt tæknisamfélag mundi beita til að fá áheyrn hjá okkur mannkyninu — eða öðrum vitverum í geimnum. Þeir gerðu ráð fyrir, að boðin á milli væru borin með raf- segulbylgjum. Þrautin þyngri er að ákveða, hvaða bylgju- lengd yrði notuð. Bylgjur, sem örðugast veitist að smjúga gegnum geiminn og dofna mest af ýmsum ástæðum, voru taldar ólíklegastar. Böndin bárust að bylgjulengd í útvarps- bilinu að lengd 21 cm og með tíðni 1420 megahertz, um það bil. Þeir félagar ræddu það líka í grein sinni í hvaða áttir ráðlegast væri að skyggnast i von um að uppgötva hina himnesku útvarpssendingu. Meðal þeirra stjarna (sólna), sem eru nær en 15 ljósár, eru sjö jafnaldrar sólarinnar og líkir að birtu. Ekki liggja allar stjörnurnar sjö jafn vel við, þar sem þrjár þeirra eru í meginfleti Vetrarbrautar- innar. Vetrarbrautin er eins og mörgum er kunnugt sólnasafn milljóna sólna og er mergðin mest í meginfletinum. Þar má vænta mestra truflana, þegar hlustað er eftir „tónin- inum“ handan yfir tómið óravíða. Stjörnurnar fjórar sem eftir eru og þeir Cocconi og Morrison telja vænlegar „út- varpsstöðvar“, eru útkjálkasólirnar Tau Ceti, 0L, Eridani, n

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.