Morgunn


Morgunn - 01.12.1981, Page 68

Morgunn - 01.12.1981, Page 68
162 MORGUNN Epsilon Eridani og Epsilon Indi. Tilgáta þeirra er sú, að umhverfis þessar sólir snúist hnettir, sem eru heimkynni vitsmunavera. Alllengi hafi þær gert sér það til dundurs að senda út í geiminn einföld rafsegulskeyti með tíðninni 1 420 405 750 hertz í von um, að „kvikni á perunni" hér neðra eitthvert árið, eða öllu heldur eitthvert árþúsundið — (eða áramilljónina ?!). Eins og áður sagði eru sambandsfræði þessi nú stunduð í fúlustu alvöru. Meðal vísindamanna er stjörnufræðing- urinn Ronald Bracewell, sem hefur skrifað skemmtilega bók um efnið (The Galactic Club. Intelligent Life in Outer Space). Sólin sem linsa Snúum okkur að seinni greininni, sem birtist í tímarit- inu Science fyrir hálfu öðru ári (14. sept., 1979). Von R. Eshleman greinir þar frá því, hvernig nota mætti aðdrátt- arsvið sólarinnar sem linsu eða stækkunargler til að magna rafsegulöldurnar frá fjarlægum sólum — og hnöttum. Var þá bæði átt við geislun úr náttúrunnar ríki eins og komist er að orði — og hugsanlegar sendingar frá vitsmunaverum. Albert Einstein hafði á sínum tíma lýst því, hvernig aðdráttarafl stjörnu gæti „afvegaleitt“ geisla, sem komnir eru frá annarri stjörnu. Geislarnir brotna, ekki ósvipað og ljósgeislar í stækkunargleri og gleraugum. Eshleman álít- ur, að menn muni í framtíðinni notfæra sér aðdráttarsvið sólarinnar til að skoða fjarlægar sólir og ókunna hnetti. Væri geimfar frá jörðinni staðsett i námunda við brenni- depil rafsegulgeislanna frá öðru sólkerfi, gæfi þar á að líta. Þaðan sæist og heyrðist jafn skýrt milli stjarna eins og nú á dögum milli staða innan sólkerfis okkar. Geislun, sem verur með tækniþekkingu kynnu að vera að útvarpa, mundi magnast 100 milljón sinnum á þessum slóðum. En galli er á gjöf Njarðar: það eru allmargar dagleiðir í næsta brennidepil þar, sem við gætum horft gegnum

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.