Morgunn - 01.12.1981, Side 71
165
„ÚR HEIMI VÍSINDANNA“
Að þeirri stökkbreytingu í framþróun náttúruvísindanna,
sem uppgötvun þessi var, stóðu tveir jöfrar andans, Eng-
lendingurinn Isaac Newton og þýski heimspekingurinn
Gottfried Wilhelm von Leibniz. Á myndum sjáum við þá í
fínu fötunum. Þykkir lokkar hárkollunnar príða höfuð og
herðar á miðaldavísu og friðsælt yfirbragðið ber vitni um
sjálfstraust þess sem hefur farið með sigur af hólmi og
hafinn er yfir smámunina.
Enginn getur greint í þessum tígulega svip, að hver
hefur sinn djöful að draga þrátt fyrir allt: sjálfan sig.
Þrátt fyrir frægð og frama í lifanda lífi áttu þeir sin svörtu
skeið, þessir leiðtogar okkar í leit að sannleikanum, smá-
ræði vex þeim í augum, hégómlegar hvatir raska ró þeirra,
tíminn og dýrmætir vinnnudagar riðlast í áhyggjum,
gremju og lamandi þunglyndi. Þessa í milli rofar til og
leyndardómar náttúrunnar eru afhjúpaðir einn af öðrum:
snilligáfan er að verki — og skilningur mannkynsins á um-
hverfinu verður ekki hinn sami eftir, heldur sannari og
dýpri.
Newton eöa Leibniz?
Newton og Leibniz eru báðir upphafsmenn diffur- og
tegur-reikningsins, en hvor var á undan? Um það var deilt
árum og jafnvel áratugum saman á sínum tíma og skiptust
menn í hatrammar fylkingar, annars vegar fylgjendur
Newtons og hins vegar þeir, sem aðhylltust Leibniz. Voru
þeir síðarnefndu aðallega á meginlandinu.
Síðasta áratuginn hafa komið út tvær athyglisverðar
bækur, sem f jalla um þessar sögufrægu deilur. Þær styðjast
við nýkannaðan efnivið frá þessu timabili og hafa þær
vakið mikið umtal hjá áhugamönnum um sögu vísindanna.
Fram til þessa hefur almennt verið álitið, að höfuðpersón-
ur leiksins, þeir Newton og Leibniz, hafi í rauninni verið
hálfgerðir statistar á sviðinu — ef ekki, þá hafi þeir kannski
frekar reynt að skakka leikinn og latt hirðmenn sína gífur-