Morgunn


Morgunn - 01.12.1981, Page 72

Morgunn - 01.12.1981, Page 72
166 MORGUNN yrðanna. En nú lítur út fyrir að þeir hafi verið þeim mun ötulli að tjaldabaki og lagt á ráðin af miklum klókindum sér til framdráttar, — likt og ráðríkur kirkjuhöfðingi, sem halda vill virðingu sinni. Saga sjálfrar uppgötvunarinnar virðist nú nokkuð ljós. Newton var fyrri til og vann hann verkið á árunum 1664 til 1666. Það var um níu árum áður en Leibniz uppgötvaði aðferðirnar óháður, árið 1675. Hins vegar var Leibniz á undan að gefa út hugsmíð sína, þ.e.a.s. árið 1684, en 20 ár liðu enn þar til Newton lét prenta sínar uppgötvanir. Við þessa óreglulegu forsögu bætist sú vitneskja, að New- ton sendi Leibniz tvær stærðfræðilegar ritgerðir árið 1676. Einnig hafði Leibniz lesið stærðfræðihandrit eftir Newton í stuttri heimsókn til London þessi árin. Víst er þó að rit- gerðir þessar fjölluðu ekki um þessar miklu uppgötvanir, sem hér er sagt frá. En aðgangur Leibniz að ritum hins og drátturinn á útgáfu verka Newtons olli óvissunni síðar og ásökunum á báða bóga um hugsmíðarstuld. Guös eini heilagi Hinum bitru deilum er lýst í bókunum tveim (,,A Portrait of Isaac Newton“, endurútgáfa 1979 hjá New Republic Books, og „Philosophers at War“, gefin út árið 1980 af Cambridge University Press). Óvæntar hliðar á mikilmennunum koma í ljós. Newton virðist haldinn árás- arhneigð. Hann virðist hneykslast á keppinaut sínum að gerast svo djarfur að eigna sér einstæðar opinberanir Sir Isaacs sjálfs. Ýmislegt styrkir Newton í trú sinni á yfirnáttúrlegar gáfur sínar. Var hann kannski ekki fæddur á jóladaginn? Dó ekki faðir hans áður en sonurinn, Isaac, fæddist? Það var haft fyrir satt að sá drengur sem missir föður sinn fyrir fæðingu, hann fengi yfirnáttúrlegar gáfur í vöggu- gjöf. Þrátt fyrir áhættu mun Sir Icaac hafa efast um guðdóm

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.