Morgunn


Morgunn - 01.12.1981, Page 78

Morgunn - 01.12.1981, Page 78
172 MORGUNN Þar má leita fanga, þegar menn leitast við að gera sér grein fyrir eðli umheimsins. Tímarit um andlegu málin eru gefin út og má nefna íslensku ritin, Kirkjuritið, Ganglera Guðspekifélagsins, Lífgeisla Nýalssinna og Morgunn Sálarrannsóknafélagsins. Þannig hafa skoðanahópar ,,málgögn“, sem að vonum fjalla aðallega um sameiginlegt hugðarefni lesendanna. En á hinn bóginn eru skilin ekki alltaf skörp milli afstöðu manna, milli lífsskoðana, og tel ég því enga goðgá að þiggja öðru hverju efni úr öðrum herbúðum, til birtingar í Morgni. Einstaka greinar um guðspeki og viðhorf Ný- alssinna, t.d., hafa því birst i Morgni undanfarið eins og raunar stundum áður. IV. Gátan um franihalrisHfið Allmargar merkar fræðibækur um dulræn efni hafa verið skrifaðar síðustu áratugina. Ein þeirra heitir „The Enigma of Survival", eftir Hornell Hart. („Gátan um framhaldslífið“). Bók þessi er lýsing á skipulegri rann- sókn höfundarins á öllu sem þá hafði verið ritað um efnið, en hún kom út árið 1959. Bókin var gefin út af Rider & Company (London). Höfundurinn var þjóðfélags- fræðingur og háskólakennari í þeirri grein, en var jafn- framt mikill áhugamaður um dulsálarfræði. Hann var t.d. ráðgjafi um efnisval i tímaritið Journal of Parapsycho- logy, sem J. B. Rhine stofnaði á sínum tíma. I bók sinni leitast Hornell Hart við að gera öllum sjón- armiðum jafnhátt undir höfði. Rök með og móti tilgát- unni um framhaldslíf eru kynnt. Hann einsetti sér við samningu bókarinnar að skrifa um efnið á eins hlutlaus- an hátt og honum væri unnt, þótt hann væri sjálfur kom- inn að þeirri niðurstöðu, að menn lifðu af líkamsdauðann í einhverri mynd. Tilgangurinn með bókinni var ekki að vinna fólk á band höfundarins, heldur fá það til að hugsa sjálfstætt og vega og meta ,,gögnin“ af sjálfsdáðum.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.