Morgunn


Morgunn - 01.06.1988, Page 6

Morgunn - 01.06.1988, Page 6
RITSTJÓRARABB MORGUNN mönnum Sálarrannsóknafélagsins, því ekki er að efa að þeir búa margir yfir ýmsu fróðlegu, sem þeir hafa upplifað í gegn um tíðina og tengist þeim málum sem starfsemi félagsins lýtur að. Vil ég nota tækifærið og hvetja ykkur lesendur góðir til að senda Morgni frásagnir, sem þið teljið að eigi heima í ritinu. Jafnframt vil ég hvetja ykkur til að benda þeim, sem e.t.v. ekki eru þegar áskrifendur, en hafa áhuga á dulrænum málefnum, á ritið og hvar hægt séaðgerast áskrifandi að því. Undirbúningur þessa tölublaðs var einkar skammur, en reynt hefur þó verið að hafa efni þess sem fjölbreytilegast. I greininni sem fjallar um bókina „Veran á 29 mega- riðum,“ er komið inn á það nýjasta, sem er að ske í rann- sóknum varðandi möguleika á enn frekari sönnunum fyrir lífinu fyrir handan. Með birtingu hennareru einnigm.a. höfð í huga orð Einars H. Kvaran varðandi æskileg efnistök tíma- ritsins Morguns. Pessar rannsóknir, sem bókin fjallar um og sagt er frá í greininni, eru afar markverðar, þó þær séu reyndar þess eðlis að mörgum kunni að þykja erfitt að trúa því, að það sem þær stefni að geti nokkurn tíma reynst mögulegt. En maður skyldi aldrei segja aldrei er stundum sagt, og svörin fást ekki nema að eftir þeim sé leitað. í vetur hefur starfað á vegum Sálarrannsóknafélagsins sérstök rannsóknanefnd, skipuð fjórum mönnum. Sú nefnd hefur einmitt haft þetta að leiðarljósi og gengið með opnum huga að verkefnum sínum. Hefur nefndin enda haft í nógu að snúast, en þetta fyrsta starfsár hennar hefur að mörgu leyti verið undirbúningur að frekara starfi. Eitt það fyrsta sem hún tók sér fyrir hendur var að gera ítarlega könnun á meðal félagsmanna Sálarrannsókna- félagsins, um viðhorf þeirra, reynslu og trú varðandi dulræn málefni. Er ekki að efa að niðurstöður þessarar könnunar geta orðið félaginu til mikils gagns og upplýsingar. Viljum við því eindregið hvetja þá sem enn kunna að eiga eftir að senda inn svöruðum spurningalistum, að gera svo sem fyrst. Rétt er að ítreka að þó fólk hafi sjálft ekki upplifað eitthvað dulræns eðlis þá geta svör þess verið til mikils gagns í könn- 4

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.