Morgunn


Morgunn - 01.06.1988, Blaðsíða 40

Morgunn - 01.06.1988, Blaðsíða 40
RANNSÓKNIR f DULSÁLARFRÆÐI . . MORGUNN Sumar óvenjulegustu tilraunirnar í „hugstýringu“ voru framkvæmdar á Stalíns-tímanum. Ýtarlega skýrslu um þær tilraunir má finna í bókinni „Psyhic Discoveries behind the Iron Curtain“, eftir Sheilu Ostrander og Lynn Schroeder (Abacus pappírskilja). Maður nokkur, Messing að nafni, sannaði að það var vel hægt að stjórna huga fólks þannig að hann gat auðveldlega gengið framhjá því án þess að það tæki eftir honum og hann gat líka lesið í huga þess af ótrú- legri nákvæmni. En það er ekki einu sinni nauðsynlegt fyrir manneskju sem hefur dulræna hæfileika að vera viðstadda í eigin persónu til þess að afla sér upplýsinga. Pað eru til fjöl- margar sannanir um „fjarlægðar-skyggni". Eitt best þekkta dæmið um tilfelli af slíku tagi er sagan af frú Wilmot sem árið 1863, heimsótti, með því að ferðast utan jarðlíkama síns, eiginmann sinn og félaga hans í káetu þeirra um borð í gufuskipinu „City of Limerick“, á ferð þess frá Liverpool til New York. Það var ekki aðeins að hr. Wilmot dreymdi að kona hans kæmi inn í káetuna íklædd náttkjólnum sínum og kyssti hann, heldur sá og félagi hans, sent var í hinni koj- unni hana gera þetta og lét hann í ljós gremju sína við hr. Wilmot fyrir að hann skyldi leyfa ungri hefðarkonu að haga sér svo ósiðlega. Nær okkur í tímanum hefur listamaður í New York, Ingo Swann að nafni, sýnt hæfni sína í því að lýsa endurtekið og í smáatriðum, staðháttum í 3000 mílna fjarlægð, þó að einu upplýsingarnar sem hann hafði fengið áður væru einungis um á hvaða lengdar- og breiddargráðum staðurinn væri. Og ein sérstæðasta framkvæmd í sögu rannsókna á reynslu fólks utan jarðlíkamans átti sér stað snemma á sjöunda áratugn- um þegar Ameríska sálarrannsóknafélagið setti af stað könnun sem miðaði að því að komast að hvort fólk gæti ferðast utan jarðlíkamans til ákveðins áfangastaðar í margra mílna fjarlægð og skýrt frá síðar mismunandi upp- röðun hluta, sem komið hafði verið fyrir þar. Mörgum tókst að gera þetta. Ég efast ekki um að Rússar, af sínum venju- legu altæku vinnubrögðum, hafa skóla þar sem hægt er að prófa þennan hæfileika og þróa til notkunar í stríði. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.