Morgunn


Morgunn - 01.06.1988, Side 18

Morgunn - 01.06.1988, Side 18
AFFUNDl MEÐTUTU MORGUNN anum. Og allt er þetta vegna þess að jörðin er úr þungu efni. Þess vegna tölum við um þungar bylgjur á jörðinni og léttari í heimi andans. En þetta þýðir þó ekki að andlegu bylgjurnar séu alltaf betri. Það á aðeins við um þær hröðustu. Hugsaðu um það. Það þýðir að hinar andlegu bylgjur eru léttari og hraðari, vegna þess að þær eru ólíkar. Við höfum ekki þung atóm efnisins, þetta er líkara orkunni sem er leyst úr atóminu. Það er ekki auðvelt að koma orðum að þessu svo að þið skiljið það, og fyrirgefið mér, ég á ekki við að þið séuð eitthvað treggáfuð. En það skapar viss vandkvæði fyrir mig líka, að koma orðum að umfjöllun um aðra vídd, fyrir þrí- víddarheim. Sp.: Hefurðu einhvern mælikvarða yfir hinn afstæðahraða á hreyfingu atómanna? Þú segir að hún sé hraðari, hefurðu eitthvert hlutfall? Sv.: Nei, vegna þess að það eru til margar víddir og hver þeirra er af ólíkri bylgjuhreyfingu. Nákvæmlega eins og það er á jörðinni hjá ykkur, þá eru öll atóm með mismunandi bylgjuhraða. Allt frá mjög þungum atómum eða atómkerf- um, til þeirra léttari. Þau léttari eru súrefnið eða loftið, sem umlykur jörð ykkar, hin þyngri eru plútóníum og þeir málm- ar sem maðurinn hefur lært að nota við bræðslu atóma, sem er honum, enn sem komið er, til skaðræðis, en vegna hins jákvæða og þess neikvæða, þá er hægt að nota atóm, eða bræðslu atómanna, til hagsbóta fyrir mannkynið. Og þó það sé svo að vissu leyti við framleiðslu lyfja og orku jarðar, þá skilur maðurinn ekki atómin til fulls. Hann hefur brotið þau niður í margar, margar einingar, mörg hundruð eininga, en eins og vísindamenn ykkar munu upplýsa, þá hafa þeir enn ekki komist til að framkvæma algjöra sundrungu atómsins. Þegar mannkynið lærir að sundra einingum þess algjörlega, þá munið þið sem enn eruð á jörðinni þegar það verður, verða vör við þann mismun sem er á heimi andans og efninu, jarðefninu. Sp.: Geturðu sagt okkur hvar og hvenær síðasta endur- holdgun þín átti sér stað? Sv.: Það mun ég segja ykkur, ef ykkur langar að vita um 16

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.