Morgunn - 01.06.1988, Blaðsíða 23
morgunn
AF FUNDI MEÐTUTU
amanum. Það er eðlilegt að syrgja, því þið hafið ekki þann
látna í Iíkamlegri nálægð til að snerta, sjá, heyra og tala við.
Sorg er líka tilfinning, sem allar manneskjur verða að upplifa
einhvern tíma í jarðlífinu. En eins og er með allar tilfinning-
ar, þá geta þær orðið hömlulausar og valdið viðkomandi sál
miklum bágindum, ekki síður en ástvininum fyrir handan og
þannig dregið úr tilfinningu hans fyrir að vera laus við jarð-
líkamann, frelsinu frá verkjum og þjáningu og gleðinni yfir
að vera í andlega heiminum. Þar sem sannur kærleikur er til
staðar þar fyrirfinnst ekki eigingirni. Við þráum af sönnum
kærleika að sá, sem við elskum, geti verið hamingjusamur.
Og að handan þráir ástvinurinn, að þegar tímabil sorgar og
harms er liðið, þá finni ástvinir hans á jörðinni frið, hamingju
°g ánægju. Þeir eru til á sitt hvorn máta, en finna það á
jörðinni. Og þeir, sem elskuðu hann þar, þrá að ástvinur
þeirra fyrir handan finni gleðina, friðinn, kærleikann og
lausn frá veraldlegum málefnum og áhyggjum. En því miður,
þá geta þeir, sem lifa á jörðinni, í líkamanum, stundum verið,
að hluta til vegna hinna mannlegu ,,mistaka“, það er einmitt
rétta orðið yfir það, svolítið sjálfselskir. Það er með þekk-
mgunni, sem hægt er að leiðrétta sjálfselsku.
Sp.: Geturðu varpað einhverju Ijósi á tilganginn með því
að endurholdgast í þennan efnisheim?
Sv.: Þetta er skóli til þess að læra í. Þá reynslu, sem maður
gengur í gegn um á jörðinni er ekki hægt að finna annars
staðar. Það er sú ástæða, sem sálin hefur fyrir því að endur-
holdgast og þó að dvölin virðist stundum ósköp ábata- og
tilgangslaus, þá er það ekki svo. Þegar þú kemur yfir í and-
lega heiminn og verður fær um að sjá líf þitt líða fram hjá þér
eins og við lestur bókar, þá muntu gera þér grein fyrir til-
gangi þessa alls.
Sp.: Það getur verið að þessa hafi verið spurt áður, en
getur þú sagt okkur hver ákveður hver skuli deyja og hver
ekki og hvers vegna hefur ungt fólk . . .
Sv.: Nei, nei, þú þarft ekki að spyrja frekar, ég skal svara
spurningunni barnið mitt. Enginn ákveður það nákvæmlega.
Með öðrum orðum: samkvæmt bókinni ykkar ætti ferðalag
21