Morgunn


Morgunn - 01.06.1988, Blaðsíða 51

Morgunn - 01.06.1988, Blaðsíða 51
morgunn UM BÓKINA ..VERAN Á 29 MEGARIDUM" gátu þeir rætt um hin aðskiljanlegustu efni. Hingað til höfðu þeir aðeins haft samband í gegn um miðilshæfileika O’Neils. En þessar samræður var hægt að taka upp á segulband til hlustunar fyrir aðra. Samræður þeirra fylla margar segul- bandsspólur og eru flestar tæknilegs eðlis. Að sögn höfundar bókarinnar þá eru þær langdregnar og leiðinlegar og er það álit hans að það út af fyrir sig sé nokkur sönnun þess að ekki sé hér um vísvitandi fölsun að ræða, því öllu líklegra væri að menn hefðu þá reynt að hafa samræðurnar líflegri og meir sláandi. Til munu vera meira en 30 klst. upptökur af sam- ræðum þeirra Muellers og O’Neil. Rétt er að taka fram að hvorki þeir O’Neil né Meek hafa reynt að gera sér þessa uppgötvun að féþúfu á nokkurn hátt. bvert á móti hafði Meek lagt fram um hálfa milljón dollara að mestu af eigin fé, til þess að kosta þessar rannsóknir. Nú kom að því að Meek fór að huga að því að kynna þessa miklu uppgötvun fyrir sambýlingum sínum á jarðarkringl- unni og athuga á hvern máta það yrði best gert. Hálft í hvoru óttaðist hann afleiðingar þær sem slík uppgötvun gæti haft og ráðgaðist hann við tvo prófessora við háskóla í London, vini sína, sem voru hlynntir andlegum málefnum. Ekki treystu þeir sér til að spá fyrir um afleiðingar slíkrar kynningar. Par kom þó að hann ákvað að stefna að almennum blaða- mannafundi í apríl 1982. Með honum vonaðist hann jafn- framt eftir því að geta vakið athygli stórra rafeindafyrir- tækja, sem etv. yrðu reiðubúin til þess að leggja fram fé, aðstoð og þekkingu til frekari þróunar á þessu verkefni. En áður en til þessa fundar kom tilkynnti Mueller O’Neil, að nú færi að koma að því að hann yrði að flytjast yfir á annað tíðnisvið, því hans heimsókn þar sem hann var nú staddur væri senn lokið. Meek hraðaði því undirbúningi fundarins sem mest hann mátti og öflunar frekari sönnunargagna um Dr. Mueller, þ.e. frá því skeiði er hann bjó hérna megin lífs. En svo fór að Mueller hvarf úr sambandinu áður en til þessa fundar kom. Eins og við var að búast þá höfðu fjölmiðlarnir ýmsar efasemdir um þessar uppgötvanir og málið vakti ekki ýkja 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.