Morgunn


Morgunn - 01.06.1988, Síða 9

Morgunn - 01.06.1988, Síða 9
Skráð og þýtt af Guðjóni Baldvinssyni: AF FUNDIMEÐ TUTU Efni frá transmiðilsfundi, sem haldinn var að Garðastrœti 8, 4/5 1987, þar sem leiðbeinandi mið- ilsins Gladysar Fieldhouse rœddi við stjórn Sálar- rannsóknafélags íslands. Ég heilsa ykkur öllum. Kveðjur mínar til ykkar allra. Sem stendur er krafturinn ekki nægur, en verður óðum sterkari, vegna þess að þið öll hafið svo mikinn skilning, svo mikinn kraft að gefa. Við höfum ekki hist og talað saman áður, en ég hef vitað mjög vel af ykkur öllum og mér finnst að ég þekki ykkur öll sem einstaklinga, sem þið og reyndar eruð. En ég veit svo- lítið um vandamál sérhvers ykkar, þó ég vilji ekki tala um þessi vandamál við ykkur. Hugsanir mínar og kærleikur berast til sérhvers ykkar og það megið þið vita að ykkar eigin hjálpendur og ástvinir vita mjög vel um sérhvert það vanda- mál sem hrjáir ykkur. Vegna þess að þið hafið þessa vitn- eskju, þá er ykkur ljóst að þið eruð ekki ein á ferð. Það sem einhvern tíma og einhvers staðar fer úrskeiðis í lífi ykkar, hvort sem það er fyrir ykkar eigin mistök eða annarra, þá er ykkur hjálpað. Og frá hinu svartasta myrkri getur borist ljós. Ljós þekkingar og skilnings. Sérhver reynsla og andstreymi sem þið gangið í gegn um, hjálpar í gegn um þá raun, til að veita ykkur meiri skilning á öðrum. Ekki ein einasta sál, sem gengur veg ljóss og skilnings, mun nokkurn tíma falla út fyrir vegarbrúnina. Því styrkurinn og hugrekkið mun alltaf vera til staðar, til þess að reisa ykkur við, hrista upp í ykkur og hjálpa áfram eftir þessari braut, stöðugri á fótum en áður, vegna fallsins. Sterkari innra með ykkur vegna reynslunnar. Svo 7

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.